Sagan af ráðinu eina Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 22. september 2011 06:00 Einu sinni var ráð sem sumum fannst vera algjört óráð en öðrum hins vegar afar gott ráð. Það var kallað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þetta var valdamikið ráð og ályktaði sí og æ um heimsmálin, var eiginlega hálfgert Æðstaráð. Í Æðstaráði voru fimm öldungar. Þeir höfðu verið í ráðinu frá upphafi. Þegar það var stofnað fannst mörgum að skynsamlegt væri að þeir yrðu aðalmennirnir – þá var nýbúið að murka lífið úr milljónum manna í ægilegri heimsstyrjöld og menn vildu vera vissir um að það kæmi ekki fyrir aftur. Sameinuðu þjóðunum var komið á fót og Öryggisráðið átti að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Ráðið var eina stofnunin innan SÞ sem hafði vald til að taka ákvarðanir sem voru bindandi fyrir öll ríkin. Hinir fimm fræknu voru síðan gerðir þeir allra valdamestu innan ráðsins: Þeir máttu ekki einungis hafa skoðun á hinu og þessu heldur líka segja nei við ályktunum sem þeim fannst vera hættulegar eða voru bara yfirhöfuð á móti. Þeir höfðu sem sé neitunarvald. Síðan leið tíminn. Kalda stríðið kom og fór, fyrsta tunglferðin var farin, nýlendur hristu af sér hlekkina. Alltaf voru hinir fimm fræknu á sínum stað, með sitt vald til að segja nei. Fólk var tekið að hrista höfuðið yfir þessu – heimsmyndin var gjörbreytt, hinir fimm orðnir öldungar og kerfið tímaskekkja. Illmögulegt var hins vegar að velta úr sessi valdamiklu fólki með neitunarvald. Öldungarnir gátu auðveldlega staðið í vegi fyrir hinu og þessu ef þeim sýndist svo. Ef Öryggisráðið vildi álykta efnislega um eitthvað sem það áleit gróf mannréttindabrot þurfti ekki annað en að einn öldungurinn lemdi hendi í borðið og hvæsti: NEI. Rússneski öldungurinn hafði oftast notað neitunarvald sitt. Síðan sá bandaríski, þá sá breski, franski og kínverski. Margir sögðu þá klóka og nota þetta til að tryggja eigin hag og vina sinna. Þegar Öryggisráðið vildi fordæma ísraelskar landtökubyggðir á palestínsku landi sagði bandaríski öldungurinn til dæmis einfaldlega nei og málið var dautt. Og þá var komið að því sem margir höfðu beðið eftir með eftirvæntingu en aðrir kvíða. Umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu þjóðunum var á leið til sjálfs Öryggisráðsins. Fyrir rúmum 60 árum hafði Allsherjarþingið samþykkt að skipta Palestínu upp og stofna þar tvö ríki – Ísrael og Palestínu – þvert gegn vilja meirihluta íbúanna á svæðinu. Á endanum leit þó einungis fyrra ríkið dagsins ljós. Nú vildu Palestínumenn fá viðurkenningu á sínu ríki og komast inn í SÞ. Hvað myndi bandaríski öldungurinn í Æðstaráði segja föstudaginn 23. september? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Einu sinni var ráð sem sumum fannst vera algjört óráð en öðrum hins vegar afar gott ráð. Það var kallað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þetta var valdamikið ráð og ályktaði sí og æ um heimsmálin, var eiginlega hálfgert Æðstaráð. Í Æðstaráði voru fimm öldungar. Þeir höfðu verið í ráðinu frá upphafi. Þegar það var stofnað fannst mörgum að skynsamlegt væri að þeir yrðu aðalmennirnir – þá var nýbúið að murka lífið úr milljónum manna í ægilegri heimsstyrjöld og menn vildu vera vissir um að það kæmi ekki fyrir aftur. Sameinuðu þjóðunum var komið á fót og Öryggisráðið átti að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Ráðið var eina stofnunin innan SÞ sem hafði vald til að taka ákvarðanir sem voru bindandi fyrir öll ríkin. Hinir fimm fræknu voru síðan gerðir þeir allra valdamestu innan ráðsins: Þeir máttu ekki einungis hafa skoðun á hinu og þessu heldur líka segja nei við ályktunum sem þeim fannst vera hættulegar eða voru bara yfirhöfuð á móti. Þeir höfðu sem sé neitunarvald. Síðan leið tíminn. Kalda stríðið kom og fór, fyrsta tunglferðin var farin, nýlendur hristu af sér hlekkina. Alltaf voru hinir fimm fræknu á sínum stað, með sitt vald til að segja nei. Fólk var tekið að hrista höfuðið yfir þessu – heimsmyndin var gjörbreytt, hinir fimm orðnir öldungar og kerfið tímaskekkja. Illmögulegt var hins vegar að velta úr sessi valdamiklu fólki með neitunarvald. Öldungarnir gátu auðveldlega staðið í vegi fyrir hinu og þessu ef þeim sýndist svo. Ef Öryggisráðið vildi álykta efnislega um eitthvað sem það áleit gróf mannréttindabrot þurfti ekki annað en að einn öldungurinn lemdi hendi í borðið og hvæsti: NEI. Rússneski öldungurinn hafði oftast notað neitunarvald sitt. Síðan sá bandaríski, þá sá breski, franski og kínverski. Margir sögðu þá klóka og nota þetta til að tryggja eigin hag og vina sinna. Þegar Öryggisráðið vildi fordæma ísraelskar landtökubyggðir á palestínsku landi sagði bandaríski öldungurinn til dæmis einfaldlega nei og málið var dautt. Og þá var komið að því sem margir höfðu beðið eftir með eftirvæntingu en aðrir kvíða. Umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu þjóðunum var á leið til sjálfs Öryggisráðsins. Fyrir rúmum 60 árum hafði Allsherjarþingið samþykkt að skipta Palestínu upp og stofna þar tvö ríki – Ísrael og Palestínu – þvert gegn vilja meirihluta íbúanna á svæðinu. Á endanum leit þó einungis fyrra ríkið dagsins ljós. Nú vildu Palestínumenn fá viðurkenningu á sínu ríki og komast inn í SÞ. Hvað myndi bandaríski öldungurinn í Æðstaráði segja föstudaginn 23. september?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun