Myndræn og melódísk Trausti Júlíusson skrifar 27. september 2011 20:00 Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög