Dr. Gunni vinnur að annarri barnaplötu 28. september 2011 12:00 Ný barnaplata Dr. Gunni vinnur nú að nýrri barnaplötu, en hann gaf út Abbababb! fyrir fjórtán árum. fréttablaðið/valli „Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira