Betra eftirlit sparar raforku 28. september 2011 05:00 Áhrifarík nýjung Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins ReMake Electric, með eftirlitsbúnaðinn sem hefur vakið mikla lukku. Fréttablaðið/Stefán Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj Fréttir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj
Fréttir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira