Ný niðursveifla í aðsigi á Vesturlöndum? 28. september 2011 05:00 áhyggjufullir leiðtogar Yfirlýsingar pólitískra leiðtoga á ársfundi AGS um aðgerðir til að stemma stigu við annarri niðursveiflu á Vesturlöndum virtust valda mörkuðum vonbrigðum, þá sérstaklega loðin yfirlýsing frá G20-hópi 20 stærstu hagkerfa heims, sem þó hét því að gera það sem til þyrfti til að koma í veg fyrir nýja kreppu.NordicPhotos/AFP Áhyggjur af stöðu heimshagkerfisins hafa stigmagnast síðustu vikur og mánuði. Hagtölur hafa leitt í ljós að hægst hefur merkjanlega á efnahagsbatanum á Vesturlöndum og mikill órói hefur einkennt helstu markaði. Óttast því margir að tvíbytna niðursveifla (eða „double dip recession“) sé í uppsiglingu meðal iðnríkja. Andrúmsloftið á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans um helgina bar þess glögglega merki að óveðursský hafa hrannast upp yfir hagkerfum Vesturlanda. Á ársfundinum voru saman komnir fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar margra af 187 aðildarríkjum sjóðsins ásamt fjölda fræðimanna, blaðamanna og annarra gesta. Utan formlegra funda var á dagskrá á ársfundinum fjöldi fyrirlestra og pallborðsumræðna en meðal þátttakenda má nefna Nóbelsverðlaunahafana í hagfræði; Joseph Stiglitz og George Akerlof, fjárfestinn George Soros og Mohammed El-Erian, framkvæmdastjóra PIMCO, stærsta fjárfestingasjóðs heims. El-Erian lýsti raunar tilfinningum margra á fundinum í pallborðsumræðum um stöðu heimshagkerfisins þegar hann sagði: „Ég er einhvers staðar milli þess að vera áhyggjufullur og hræddur. Það eru þrjár krísur til staðar; hagvaxtar- og atvinnuleysiskrísa, skuldakrísa meðal þjóðríkja og bankakrísa.“ AGS áhyggjufullursAGS gaf fyrir fundinn út skýrsluna World Economic Outlook um stöðuna í heimshagkerfinu. Þar segir að hættulegt nýtt skeið sé runnið upp innan heimshagkerfisins þar sem efnahagsbati iðnríkja sé í hættu. Spár stofnunarinnar um hagvöxt bera þess merki en þær voru endurskoðaðar talsvert niður á við. Nú er því spáð að hagkerfi iðnríkja vaxi einungis um 1,6 prósent á þessu ári og 1,9 prósent á því næsta. Það er almennt ekki talinn nægilegur vöxtur til að atvinnuleysi minnki. Áður hafði sjóðurinn spáð 2,2 prósenta vexti á þessu ári og 2,6 prósenta vexti á því næsta. Spár sjóðsins um vöxt í nýmarkaðsríkjum voru einnig endurskoðaðar og færðar niður á við þótt myndin þar sé allt önnur og bjartari. Því er spáð að hagkerfi nýmarkaðsríkja muni vaxa um 6,4 prósent á þessu ári og 6,1 prósent á því næsta. Versnandi horfur eru helst raktar til aukinnar óvissu um skuldastöðu þjóðríkja og stöðugleika fjármálakerfisins. Þá hafa veik viðbrögð stjórnvalda á evrusvæðinu við skuldakreppunni á svæðinu og pólitískt þrátefli í Bandaríkjunum dregið úr trausti á getu stjórnvalda á Vesturlöndum. Í skýrslu AGS segir að neikvæð áhætta sé mikil. Fari allt á versta veg geti heimshagkerfið sogast inn í spíral aukinnar óvissu og áhættufælni, frosinna fjármálamarkaða, ósjálfbærrar skuldastöðu þjóðríkja, minnkandi eftirspurnar og hækkandi atvinnuleysis. Vægari og jafnframt líklegri sviðsmyndir gætu einnig leitt til langs tímabils lítils hagvaxtar. „Það er efnahagsbati, en hann er veikur og ójafn. Áhætta hefur aukist vegna endurgjafar lítils hagvaxtar og erfiðrar skuldastöðu þjóðríkja, banka og heimila. Þar að auki hefur skort pólitíska forystu í baráttunni við fjármálakreppuna. Þetta hefur leitt til traustskrísu sem veldur efnahagslegum jafnt sem félagslegum skaða,“ sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, á ársfundi sjóðsins. Lagarde sagði enn vera til staðar leið út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni en bætti við að leiðin væri þrengri en áður. Þá kallaði Lagarde eftir kröftugum viðbrögðum frá stjórnvöldum um allan heim til að tryggja hraustlegan og sjálfbæran efnahagsbata. Þörf á aðgerðum án tafarMeðal gesta á ársfundi AGS virtist einhugur um að grípa þyrfti til tafarlausra aðgerða til bjargar efnahagsbatanum á Vesturlöndum. Í pallborðsumræðum um vandræði Evrusvæðisins sagði George Soros skuldakreppuna á svæðinu vera alvarlegri en fjármálakreppan árið 2008. Hann sagði að árið 2008 hefðu stjórnvöld getað gripið inn í eftir að kreppan skall á, en að því væri ekki að skipta núna. „Ég vona innilega að leiðtogar ríkja Evrópusambandsins átti sig á þessu sem fyrst og grípi til aðgerða til að hemja krísuna,“ sagði Soros. AGS lagði á fundinum fram áætlun um aðgerðir sem stjórnvöld víða um heim geta gripið til. Við bráðavandanum leggur stofnunin áherslu á þrjá þætti. Fyrir það fyrsta þykir mikilvægt að þau þjóðríki sem glíma við háar skuldir og fjárlagahalla leggi fram trúverðugar áætlanir um hvernig koma megi ríkisfjármálum þeirra á sjálfbæra braut án þess þó að kippa fótunum undan efnahagsbatanum. Niðurskurður ríkisútgjalda og skattahækkanir draga til skamms tíma úr eftirspurn. Því geta aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum hægt merkjanlega á vexti sé gengið of hratt til verks. AGS hefur því lagt áherslu á trúverðugar áætlanir sem stuðla að vexti til skamms tíma en aðhaldi til langs tíma. Oliver Blanchard, aðalhagfræðingur AGS, lýsti þessari nálgun kjarnyrt á blaðamannafundi í síðustu viku: „Aðhaldsaðgerðir mega ekki eiga sér stað of hratt því þá drepa þær hagvöxt. En þær mega heldur ekki eiga sér stað of hægt því þá drepa þær trúverðugleika stjórnvalda.“ Í öðru lagi beinast áhyggjur AGS að stöðu banka og fjármálastofnanna, helst evrópskra, sem margar hverjar eru berskjaldaðar gagnvart mögulegu greiðslufalli Grikklands og titringi sem það gæti valdið. AGS leggur því áherslu á að raunveruleg eiginfjárþörf banka á Vesturlöndum verði metin og nauðsynlegt eigið fé þeirra tryggt. Helst með fjármagni frá einkaaðilum en takist það ekki, þá með opinberu fjármagni. Í þriðja og síðasta lagi mælir AGS með því að til lengri tíma vinni stjórnvöld í flestum ríkja Vesturlanda að því að auka sparnað heima fyrir á kostnað neyslu. Hin hliðin á þeim peningi er að nýmarkaðsríki á borð við Kína leggi áherslu á að auka neyslu heima fyrir og minnka sparnað. Er ójafnvægið milli sparsamra nýmarkaðsríkja og eyðslusamra iðnríkja talin ein af orsökum vandræðanna sem iðnríkin glíma nú við. Fyrri aðgerðirnar tvær miða að því að tryggja að þjóðríki, fyrirtæki og heimili dragi ekki öll á sama tíma úr eftirspurn sinni eftir vörum og þjónustu sem drægi verulega úr þrótti þeirra hagkerfa sem um ræddi. Sú síðasta miðar hins vegar að því að auka heilbrigði heimshagkerfisins til lengri tíma. Sé stöðumat AGS rétt er ljóst að ærin verkefni bíða stjórnvalda víða um heim. Það er vonandi að hingað til hikandi stjórnmálamönnum takist að inna þau af hendi. Annars gætu verið erfið ár framundan á Vesturlöndum. Fréttir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Áhyggjur af stöðu heimshagkerfisins hafa stigmagnast síðustu vikur og mánuði. Hagtölur hafa leitt í ljós að hægst hefur merkjanlega á efnahagsbatanum á Vesturlöndum og mikill órói hefur einkennt helstu markaði. Óttast því margir að tvíbytna niðursveifla (eða „double dip recession“) sé í uppsiglingu meðal iðnríkja. Andrúmsloftið á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans um helgina bar þess glögglega merki að óveðursský hafa hrannast upp yfir hagkerfum Vesturlanda. Á ársfundinum voru saman komnir fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar margra af 187 aðildarríkjum sjóðsins ásamt fjölda fræðimanna, blaðamanna og annarra gesta. Utan formlegra funda var á dagskrá á ársfundinum fjöldi fyrirlestra og pallborðsumræðna en meðal þátttakenda má nefna Nóbelsverðlaunahafana í hagfræði; Joseph Stiglitz og George Akerlof, fjárfestinn George Soros og Mohammed El-Erian, framkvæmdastjóra PIMCO, stærsta fjárfestingasjóðs heims. El-Erian lýsti raunar tilfinningum margra á fundinum í pallborðsumræðum um stöðu heimshagkerfisins þegar hann sagði: „Ég er einhvers staðar milli þess að vera áhyggjufullur og hræddur. Það eru þrjár krísur til staðar; hagvaxtar- og atvinnuleysiskrísa, skuldakrísa meðal þjóðríkja og bankakrísa.“ AGS áhyggjufullursAGS gaf fyrir fundinn út skýrsluna World Economic Outlook um stöðuna í heimshagkerfinu. Þar segir að hættulegt nýtt skeið sé runnið upp innan heimshagkerfisins þar sem efnahagsbati iðnríkja sé í hættu. Spár stofnunarinnar um hagvöxt bera þess merki en þær voru endurskoðaðar talsvert niður á við. Nú er því spáð að hagkerfi iðnríkja vaxi einungis um 1,6 prósent á þessu ári og 1,9 prósent á því næsta. Það er almennt ekki talinn nægilegur vöxtur til að atvinnuleysi minnki. Áður hafði sjóðurinn spáð 2,2 prósenta vexti á þessu ári og 2,6 prósenta vexti á því næsta. Spár sjóðsins um vöxt í nýmarkaðsríkjum voru einnig endurskoðaðar og færðar niður á við þótt myndin þar sé allt önnur og bjartari. Því er spáð að hagkerfi nýmarkaðsríkja muni vaxa um 6,4 prósent á þessu ári og 6,1 prósent á því næsta. Versnandi horfur eru helst raktar til aukinnar óvissu um skuldastöðu þjóðríkja og stöðugleika fjármálakerfisins. Þá hafa veik viðbrögð stjórnvalda á evrusvæðinu við skuldakreppunni á svæðinu og pólitískt þrátefli í Bandaríkjunum dregið úr trausti á getu stjórnvalda á Vesturlöndum. Í skýrslu AGS segir að neikvæð áhætta sé mikil. Fari allt á versta veg geti heimshagkerfið sogast inn í spíral aukinnar óvissu og áhættufælni, frosinna fjármálamarkaða, ósjálfbærrar skuldastöðu þjóðríkja, minnkandi eftirspurnar og hækkandi atvinnuleysis. Vægari og jafnframt líklegri sviðsmyndir gætu einnig leitt til langs tímabils lítils hagvaxtar. „Það er efnahagsbati, en hann er veikur og ójafn. Áhætta hefur aukist vegna endurgjafar lítils hagvaxtar og erfiðrar skuldastöðu þjóðríkja, banka og heimila. Þar að auki hefur skort pólitíska forystu í baráttunni við fjármálakreppuna. Þetta hefur leitt til traustskrísu sem veldur efnahagslegum jafnt sem félagslegum skaða,“ sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, á ársfundi sjóðsins. Lagarde sagði enn vera til staðar leið út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni en bætti við að leiðin væri þrengri en áður. Þá kallaði Lagarde eftir kröftugum viðbrögðum frá stjórnvöldum um allan heim til að tryggja hraustlegan og sjálfbæran efnahagsbata. Þörf á aðgerðum án tafarMeðal gesta á ársfundi AGS virtist einhugur um að grípa þyrfti til tafarlausra aðgerða til bjargar efnahagsbatanum á Vesturlöndum. Í pallborðsumræðum um vandræði Evrusvæðisins sagði George Soros skuldakreppuna á svæðinu vera alvarlegri en fjármálakreppan árið 2008. Hann sagði að árið 2008 hefðu stjórnvöld getað gripið inn í eftir að kreppan skall á, en að því væri ekki að skipta núna. „Ég vona innilega að leiðtogar ríkja Evrópusambandsins átti sig á þessu sem fyrst og grípi til aðgerða til að hemja krísuna,“ sagði Soros. AGS lagði á fundinum fram áætlun um aðgerðir sem stjórnvöld víða um heim geta gripið til. Við bráðavandanum leggur stofnunin áherslu á þrjá þætti. Fyrir það fyrsta þykir mikilvægt að þau þjóðríki sem glíma við háar skuldir og fjárlagahalla leggi fram trúverðugar áætlanir um hvernig koma megi ríkisfjármálum þeirra á sjálfbæra braut án þess þó að kippa fótunum undan efnahagsbatanum. Niðurskurður ríkisútgjalda og skattahækkanir draga til skamms tíma úr eftirspurn. Því geta aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum hægt merkjanlega á vexti sé gengið of hratt til verks. AGS hefur því lagt áherslu á trúverðugar áætlanir sem stuðla að vexti til skamms tíma en aðhaldi til langs tíma. Oliver Blanchard, aðalhagfræðingur AGS, lýsti þessari nálgun kjarnyrt á blaðamannafundi í síðustu viku: „Aðhaldsaðgerðir mega ekki eiga sér stað of hratt því þá drepa þær hagvöxt. En þær mega heldur ekki eiga sér stað of hægt því þá drepa þær trúverðugleika stjórnvalda.“ Í öðru lagi beinast áhyggjur AGS að stöðu banka og fjármálastofnanna, helst evrópskra, sem margar hverjar eru berskjaldaðar gagnvart mögulegu greiðslufalli Grikklands og titringi sem það gæti valdið. AGS leggur því áherslu á að raunveruleg eiginfjárþörf banka á Vesturlöndum verði metin og nauðsynlegt eigið fé þeirra tryggt. Helst með fjármagni frá einkaaðilum en takist það ekki, þá með opinberu fjármagni. Í þriðja og síðasta lagi mælir AGS með því að til lengri tíma vinni stjórnvöld í flestum ríkja Vesturlanda að því að auka sparnað heima fyrir á kostnað neyslu. Hin hliðin á þeim peningi er að nýmarkaðsríki á borð við Kína leggi áherslu á að auka neyslu heima fyrir og minnka sparnað. Er ójafnvægið milli sparsamra nýmarkaðsríkja og eyðslusamra iðnríkja talin ein af orsökum vandræðanna sem iðnríkin glíma nú við. Fyrri aðgerðirnar tvær miða að því að tryggja að þjóðríki, fyrirtæki og heimili dragi ekki öll á sama tíma úr eftirspurn sinni eftir vörum og þjónustu sem drægi verulega úr þrótti þeirra hagkerfa sem um ræddi. Sú síðasta miðar hins vegar að því að auka heilbrigði heimshagkerfisins til lengri tíma. Sé stöðumat AGS rétt er ljóst að ærin verkefni bíða stjórnvalda víða um heim. Það er vonandi að hingað til hikandi stjórnmálamönnum takist að inna þau af hendi. Annars gætu verið erfið ár framundan á Vesturlöndum.
Fréttir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira