Lífið

Leitað að nýjum Eurovision-kóngi

Gefst ekki upp
Sigrún Stefánsdóttir ætlar að finna arftaka Páls Óskars fyrir Eurovision-þátt Sjónvarpsins þótt hún viti vel að erfitt verði að feta í þau fótspor.
Gefst ekki upp Sigrún Stefánsdóttir ætlar að finna arftaka Páls Óskars fyrir Eurovision-þátt Sjónvarpsins þótt hún viti vel að erfitt verði að feta í þau fótspor.
„Þetta er náttúrlega mjög leiðinlegt og við grátum brotthvarf Páls Óskars enda var hann sjálfkjörinn í þetta hlutverk. En allt rennur sitt skeið og við ætlum okkur að halda áfram í einhverju formi án Páls," segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV.

Páll Óskar Hjálmtýsson lýsti því yfir í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hygðist ekki stýra Eurovision-þættinum Alla leið sem hefur um árabil verið einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Ríkissjónvarpsins en þar eru framlög til Eurovision-keppninnar krufin til mergjar. Páll sagðist einfaldlega ekki hafa tíma né metnað til að vera dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi.

Sigrún segir þau ekki ætla að leggja árar í bát heldur einfaldlega leita að nýjum Eurovision-kóngi á Íslandi. Og hún auglýsti formlega eftir honum. „Auðvitað verður erfitt að feta í fótspor Páls. Við munum auðvitað endurskoða þáttinn og koma til móts við nýja manneskju og hennar þarfir," segir Sigrún.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×