Góð helgi framundan í kvikmyndahúsum 29. september 2011 18:00 Stórskotalið Marion Cotillard og Matt Damon leika aðalhlutverkin í kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, sem frumsýnd verður um helgina. nordicphotos/Getty Bíónörd ættu að eiga góða helgi fram undan því nýjasta kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Soderbergh hafa verið mislagðar hendur að undanförnu en miðað við leikhóp myndarinnar ætti fátt að geta klikkað; Jude Law, Matt Damon, Kate Winslet, Laurence Fishburne og Marion Cotillard svo fáeinir séu nefndir. Myndin tekst reyndar á við kunnuglegt stef í kvikmyndasögunni, segir frá því þegar lífshættulegur vírus herjar á jarðarbúa og lamar allt samfélagið. Myndin fær 7,3 á imdb. com og 84 prósent gagnrýnenda eru ánægðir með hana samkvæmt rottentomatoes.com. Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni er íslenska kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra frumsýnd um helgina og hið sama má segja um Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Myndin er framlag Íslands í forval Óskarsverðlaunanna og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda á kvikmyndahátíðum um allan heim. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Margrét Helga Jóhannesdóttir og Theódór Júlíusson. Ítarlega verður rætt við Rúnar í helgarblaði Fréttablaðsins. Loks fá börnin eitthvað fyrir sinn snúð því kvikmyndin Rauðhetta 2: Rauða gegn hinu illa er komin í sýningar. Rauðhetta heldur áfram að rannsaka dularfulla glæpi í ævintýraskóginum og að þessu sinni reynir hún að finna út úr dularfullu hvarfi Hans og Grétu. Myndin er sýnd með íslensku og ensku tali. Birgitta Haukdal talar fyrir Rauðhettu í íslensku útgáfunni. - fgg Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bíónörd ættu að eiga góða helgi fram undan því nýjasta kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Soderbergh hafa verið mislagðar hendur að undanförnu en miðað við leikhóp myndarinnar ætti fátt að geta klikkað; Jude Law, Matt Damon, Kate Winslet, Laurence Fishburne og Marion Cotillard svo fáeinir séu nefndir. Myndin tekst reyndar á við kunnuglegt stef í kvikmyndasögunni, segir frá því þegar lífshættulegur vírus herjar á jarðarbúa og lamar allt samfélagið. Myndin fær 7,3 á imdb. com og 84 prósent gagnrýnenda eru ánægðir með hana samkvæmt rottentomatoes.com. Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni er íslenska kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra frumsýnd um helgina og hið sama má segja um Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Myndin er framlag Íslands í forval Óskarsverðlaunanna og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda á kvikmyndahátíðum um allan heim. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Margrét Helga Jóhannesdóttir og Theódór Júlíusson. Ítarlega verður rætt við Rúnar í helgarblaði Fréttablaðsins. Loks fá börnin eitthvað fyrir sinn snúð því kvikmyndin Rauðhetta 2: Rauða gegn hinu illa er komin í sýningar. Rauðhetta heldur áfram að rannsaka dularfulla glæpi í ævintýraskóginum og að þessu sinni reynir hún að finna út úr dularfullu hvarfi Hans og Grétu. Myndin er sýnd með íslensku og ensku tali. Birgitta Haukdal talar fyrir Rauðhettu í íslensku útgáfunni. - fgg
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira