Retro Stefson, Hafnarhúsið.
Það er ekki annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir þeirri hljómsveit sem tekst að láta alla tónleikagesti Hafnarhússins setjast niður á miðjum tónleikum. Það gerði Retro Stefson við dillandi sambatóna. Danssporin létu ekki á sér standa og fór þar fremstur í flokki Haraldur Ari Stefánsson, en allar hljómsveitir ættu að íhuga það að hafa einn Harald innanborðs. Það dönsuðu allir með Retro Stefson.
Krakkarnir í Retro Stefson hafa greinilega unnið heimavinnuna sína og stóðu fyrir meiriháttar skemmtilegu stuði.- áp
