Plastic Ono Band á Iceland Airwaves: Salurinn tæmdist 15. október 2011 00:01 Plastic Ono Band Plastic Ono Band, Norðurljós í Hörpu. Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra. Áður en yfir lauk var aðeins fámennur hópur eldheitra Bítlaaðdáenda eftir í salnum. Yoko söng lög af síðustu sólóplötu sinni auk eldri laga, þar á meðal Walking on Thin Ice. Flest lögin voru sveimkennd þar sem Yoko sönglaði eitthvað í hljóðnemann. Svo stigmögnuðust þau með háværum skrækjum Yoko en róuðust aftur í lokin. Undirleikurinn var mjög góður, með Sean sem hljómsveitarstjóra, en stundum hafði maður á tilfinningunni að Yoko væri að fremja gjörning á sviðinu. Í lokin steig söngkonan úr Tune:Yards á svið og söng lag til heiðurs Yoko. Sú gamla söng með henni í lokin og fór vel á með þeim tveimur. Eftir grúvað lokadjamm þakkaði Yoko fyrir sig og hét því að snúa aftur að ári liðnu. - fb Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Plastic Ono Band, Norðurljós í Hörpu. Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra. Áður en yfir lauk var aðeins fámennur hópur eldheitra Bítlaaðdáenda eftir í salnum. Yoko söng lög af síðustu sólóplötu sinni auk eldri laga, þar á meðal Walking on Thin Ice. Flest lögin voru sveimkennd þar sem Yoko sönglaði eitthvað í hljóðnemann. Svo stigmögnuðust þau með háværum skrækjum Yoko en róuðust aftur í lokin. Undirleikurinn var mjög góður, með Sean sem hljómsveitarstjóra, en stundum hafði maður á tilfinningunni að Yoko væri að fremja gjörning á sviðinu. Í lokin steig söngkonan úr Tune:Yards á svið og söng lag til heiðurs Yoko. Sú gamla söng með henni í lokin og fór vel á með þeim tveimur. Eftir grúvað lokadjamm þakkaði Yoko fyrir sig og hét því að snúa aftur að ári liðnu. - fb
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira