Rekstrarhorfur bankanna að batna - Fréttaskýring Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 26. október 2011 05:30 Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, birtu hálfsársuppgjör sín í síðasta mánuði. Rétt eins og síðustu misseri skiluðu bankarnir talsverðum hagnaði á fyrri hluta ársins. Þó nokkur hluti hagnaðar bankakerfisins skýrist hins vegar áfram af óreglulegum tekjum en arðsemi af grunnrekstri hefur batnað hjá Landsbankanum og Arion banka. Landsbankinn skilaði tæplega 24,5 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Arion banki hagnaðist um rúma 10 milljarða og Íslandsbanki um rúma 8 milljarða. Þessar hagnaðartölur jafngilda arðsemi eigin fjár upp á 26,4 prósent, 22,6 prósent og 13,3 prósent sem er í öllum tilfellum yfir arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins að gefnu eiginfjárhlutfalli bankanna. Þegar meta skal rekstrarhorfur bankanna til framtíðar er hins vegar skynsamlegra að líta á arðsemi grunnrekstrar bankanna, það er leiðrétta fyrir óreglulegan hagnað. Engin ein rétt skilgreining er til á grunnrekstri banka en Bankasýslan hefur notað tvo ólíka mælikvarða til að meta arðsemi grunnrekstrar. Annars vegar kjarnarekstur þar sem leiðrétt er fyrir áhrifum af endurmati eigna, gjaldeyrissveiflum og áhrifum af rekstri dótturfélaga í óskyldum rekstri. Og hins vegar reglulegan rekstur þar sem einnig er leiðrétt fyrir hagnaði eða tapi af fjárfestingum og öðrum tekjum. Má líta á kjarnarekstur sem efri mörk á grunnrekstri banka og reglulegan rekstur sem neðri mörk. Báðir mælikvarðarnir leiða í ljós að grunnrekstur bankanna hefur heldur verið að styrkjast. Á síðasta ári batnaði reksturinn verulega hjá Arion banka og Landsbankanum en stóð í stað Íslandsbanka. Á þessu ári hefur grunnrekstur Íslandsbanka og Landsbankans styrkst en grunnrekstur Arion banka heldur versnað. Á fyrri hluta þessa árs var arðsemi grunnrekstrar á bilinu 8,2 til 17,6 prósent hjá Landsbankanum, á bilinu 12,6 til 12,7 prósent hjá Íslandsbanka og á bilinu 8,9 til 11,6 prósent hjá Arion banka. Þessi arðsemishlutföll eru í takti við arðsemiskröfu Bankasýslunnar sem bendir til þess að rekstur bankanna sé að komast í ágætt horf. Bætt arðsemi skýrist að hluta til af því að vaxtamunur hefur farið hækkandi. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu var vaxtamunur 3,4 prósent á fyrri hluta árs 2011 samanborið við 2,4 prósent árið 2009 og 3,05 prósent 2010. Vaxtamunur er talsvert hærri hér á landi en í nágrannalöndum Íslands og vaxtatekjur stærra hlutfall af reglulegum tekjum. Þjónustutekjur eru aftur á móti litlar hjá viðskiptabönkunum sem skýrist meðal annars af því hve lítil velta hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir hrun. Kostnaður við rekstur bankanna er enn nokkuð hár. Á fyrri hluta ársins var kostnaðarhlutfall Arion banka 52 prósent, kostnaðarhlutfall Íslandsbanka 49 prósent og kostnaðarhlutfall Landsbankans 36 prósent. Kostnaðarhlutföllin eru reyndar tímabundið hærri en búast má við að þau verði til framtíðar þar sem vinna við endurskipulagningu lána hefur verið mannaflsfrek og bönkunum dýr. Þegar þeirri vinnu lýkur er því von á að kostnaðarhlutföll lækki. Aftur á móti gerir smæð íslenska markaðarins það að verkum að bankar hér eiga erfitt með að ná fram stærðarhagkvæmni. Því verða kostnaðarhlutföll innlendra banka sennilega áfram í hærri kantinum í fyrirsjáanlegri framtíð. Eiginfjárstaða bankakerfisins er mjög sterk. Þá er lausafjárstaða bankanna einnig tiltölulega góð þótt afnám gjaldeyrishafta gæti haft nokkur áhrif á lausafjárstöðuna. Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka á fyrri hluta ársins var 28 prósent sem er langt umfram kröfu Fjármálaeftirlitsins um 16 prósenta eigið fé. Hlutfall Landsbankans var 22 prósent á tímabilinu og hlutfall Arion banka 21 prósent. Svo há hlutföll þýða að bankarnir hafa talsvert svigrúm til að standa af sér áföll sem kunna að ríða yfir. Helsta áhyggjuefnið í rekstri bankanna er væntanlega staða lánabóka þeirra. Um 15 prósent allra útlána eru í vanskilum en algengt er að þetta hlutfall sé á bilinu eitt til tvö prósent hjá bönkum með gott útlánasafn. Með rýmri skilgreiningu Fjármálaeftirlitsins á vanskilum eru allt að 30 prósent lána annaðhvort í vanskilum eða í tapsáhættu. Hlutfallið hefur farið lækkandi síðustu mánuði en þó er ljóst að talsverð vinna bíður bankanna enn við endurskipulagningu á lánasöfnum þeirra. Fréttir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, birtu hálfsársuppgjör sín í síðasta mánuði. Rétt eins og síðustu misseri skiluðu bankarnir talsverðum hagnaði á fyrri hluta ársins. Þó nokkur hluti hagnaðar bankakerfisins skýrist hins vegar áfram af óreglulegum tekjum en arðsemi af grunnrekstri hefur batnað hjá Landsbankanum og Arion banka. Landsbankinn skilaði tæplega 24,5 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Arion banki hagnaðist um rúma 10 milljarða og Íslandsbanki um rúma 8 milljarða. Þessar hagnaðartölur jafngilda arðsemi eigin fjár upp á 26,4 prósent, 22,6 prósent og 13,3 prósent sem er í öllum tilfellum yfir arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins að gefnu eiginfjárhlutfalli bankanna. Þegar meta skal rekstrarhorfur bankanna til framtíðar er hins vegar skynsamlegra að líta á arðsemi grunnrekstrar bankanna, það er leiðrétta fyrir óreglulegan hagnað. Engin ein rétt skilgreining er til á grunnrekstri banka en Bankasýslan hefur notað tvo ólíka mælikvarða til að meta arðsemi grunnrekstrar. Annars vegar kjarnarekstur þar sem leiðrétt er fyrir áhrifum af endurmati eigna, gjaldeyrissveiflum og áhrifum af rekstri dótturfélaga í óskyldum rekstri. Og hins vegar reglulegan rekstur þar sem einnig er leiðrétt fyrir hagnaði eða tapi af fjárfestingum og öðrum tekjum. Má líta á kjarnarekstur sem efri mörk á grunnrekstri banka og reglulegan rekstur sem neðri mörk. Báðir mælikvarðarnir leiða í ljós að grunnrekstur bankanna hefur heldur verið að styrkjast. Á síðasta ári batnaði reksturinn verulega hjá Arion banka og Landsbankanum en stóð í stað Íslandsbanka. Á þessu ári hefur grunnrekstur Íslandsbanka og Landsbankans styrkst en grunnrekstur Arion banka heldur versnað. Á fyrri hluta þessa árs var arðsemi grunnrekstrar á bilinu 8,2 til 17,6 prósent hjá Landsbankanum, á bilinu 12,6 til 12,7 prósent hjá Íslandsbanka og á bilinu 8,9 til 11,6 prósent hjá Arion banka. Þessi arðsemishlutföll eru í takti við arðsemiskröfu Bankasýslunnar sem bendir til þess að rekstur bankanna sé að komast í ágætt horf. Bætt arðsemi skýrist að hluta til af því að vaxtamunur hefur farið hækkandi. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu var vaxtamunur 3,4 prósent á fyrri hluta árs 2011 samanborið við 2,4 prósent árið 2009 og 3,05 prósent 2010. Vaxtamunur er talsvert hærri hér á landi en í nágrannalöndum Íslands og vaxtatekjur stærra hlutfall af reglulegum tekjum. Þjónustutekjur eru aftur á móti litlar hjá viðskiptabönkunum sem skýrist meðal annars af því hve lítil velta hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir hrun. Kostnaður við rekstur bankanna er enn nokkuð hár. Á fyrri hluta ársins var kostnaðarhlutfall Arion banka 52 prósent, kostnaðarhlutfall Íslandsbanka 49 prósent og kostnaðarhlutfall Landsbankans 36 prósent. Kostnaðarhlutföllin eru reyndar tímabundið hærri en búast má við að þau verði til framtíðar þar sem vinna við endurskipulagningu lána hefur verið mannaflsfrek og bönkunum dýr. Þegar þeirri vinnu lýkur er því von á að kostnaðarhlutföll lækki. Aftur á móti gerir smæð íslenska markaðarins það að verkum að bankar hér eiga erfitt með að ná fram stærðarhagkvæmni. Því verða kostnaðarhlutföll innlendra banka sennilega áfram í hærri kantinum í fyrirsjáanlegri framtíð. Eiginfjárstaða bankakerfisins er mjög sterk. Þá er lausafjárstaða bankanna einnig tiltölulega góð þótt afnám gjaldeyrishafta gæti haft nokkur áhrif á lausafjárstöðuna. Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka á fyrri hluta ársins var 28 prósent sem er langt umfram kröfu Fjármálaeftirlitsins um 16 prósenta eigið fé. Hlutfall Landsbankans var 22 prósent á tímabilinu og hlutfall Arion banka 21 prósent. Svo há hlutföll þýða að bankarnir hafa talsvert svigrúm til að standa af sér áföll sem kunna að ríða yfir. Helsta áhyggjuefnið í rekstri bankanna er væntanlega staða lánabóka þeirra. Um 15 prósent allra útlána eru í vanskilum en algengt er að þetta hlutfall sé á bilinu eitt til tvö prósent hjá bönkum með gott útlánasafn. Með rýmri skilgreiningu Fjármálaeftirlitsins á vanskilum eru allt að 30 prósent lána annaðhvort í vanskilum eða í tapsáhættu. Hlutfallið hefur farið lækkandi síðustu mánuði en þó er ljóst að talsverð vinna bíður bankanna enn við endurskipulagningu á lánasöfnum þeirra.
Fréttir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira