Flott framhald Trausti Júlíusson skrifar 26. október 2011 19:00 Kebab diskó með Orphic Oxtra. Tónlist. Kebab diskó. Orphic Oxtra. Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti athygli í fyrra bæði með líflegu tónleikahaldi og fyrstu plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar, en á henni var fjörmikil danstónlist af balkönskum uppruna. Á Kebab diskó heldur sveitin áfram á svipuðum slóðum, en nú blandar hún fleiri bragðtegundum við balkan- og klezmer-grunninn. Það eru þrettán meðlimir í Orphic Oxtra á plötunni og þeir sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin ellefu eru frumsamin. Þau standa öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt miseftirminnileg. Mín uppáhaldslög á plötunni eru titillagið Kebab diskó, Banvænn bílaeltingarleikur á götum Damaskusborgar, Maritsa og Skeletons Having Sex On a Tin Roof, en það síðastnefnda er að einhverju leyti byggt á samnefndu lagi með Swords of Chaos. Kebab diskó er fín plata sem sýnir að það er mikill hugur í meðlimum Orphic Oxtra og þeir eru opnir fyrir því að taka nýja strauma inn í tónlistina. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tónlist sveitarinnar þróast á næstu plötum. Niðurstaða: Balkansveitin Orphic Oxtra rúllar plötu númer tvö upp með stæl. Lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Kebab diskó. Orphic Oxtra. Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti athygli í fyrra bæði með líflegu tónleikahaldi og fyrstu plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar, en á henni var fjörmikil danstónlist af balkönskum uppruna. Á Kebab diskó heldur sveitin áfram á svipuðum slóðum, en nú blandar hún fleiri bragðtegundum við balkan- og klezmer-grunninn. Það eru þrettán meðlimir í Orphic Oxtra á plötunni og þeir sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin ellefu eru frumsamin. Þau standa öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt miseftirminnileg. Mín uppáhaldslög á plötunni eru titillagið Kebab diskó, Banvænn bílaeltingarleikur á götum Damaskusborgar, Maritsa og Skeletons Having Sex On a Tin Roof, en það síðastnefnda er að einhverju leyti byggt á samnefndu lagi með Swords of Chaos. Kebab diskó er fín plata sem sýnir að það er mikill hugur í meðlimum Orphic Oxtra og þeir eru opnir fyrir því að taka nýja strauma inn í tónlistina. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tónlist sveitarinnar þróast á næstu plötum. Niðurstaða: Balkansveitin Orphic Oxtra rúllar plötu númer tvö upp með stæl.
Lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira