Starfstilboð frá einræðisherra Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. október 2011 06:00 Sama dag og heiminum birtust myndir af blóði drifnu líki fallins einræðisherra Líbíu barst mér starfstilboð úr herbúðum annars ónefnds einræðisherra. Við leigupennar erum vanir verkefnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. En hvort sem verklýsingin kveður á um fágað auglýsingaslagorð fyrir hægðalyf eða innblásinn bæklingatexta fyrir bókhaldsfyrirtæki eiga þessi verkefni ávallt eitt sameiginlegt: Launin eru tómt klink. Í umræddum einræðisherra virtist ég hins vegar loks hafa fundið mann sem mat textasmíð að verðleikum. Tilboð sendiboða hans hljómaði sem tónlist – eða öllu heldur fagurlega samið örljóð – í eyrum mér: „Nefndu upphæð og hún verður samþykkt.“ Ég hafði hins vegar ekki fyrr opnað kampavínsflösku í huganum en efasemdir létu á sér kræla. Orsaka þeirra var að leita í fréttum frá Líbíu. Að Gaddafi öllum tók hið nýskipaða Þjóðarráð að skyggnast inn í hallir föllnu valdaættarinnar. Auk vitnisburðar um öfgakenndan munað leiðtogans fannst þar mikið af skjölum. Nokkur hafa orðið yfirvöldum á Vesturlöndum, einkum þó í Bretlandi, ástæða til að fara hjá sér. Í vikunni birti breska blaðið The Times einkar vandræðaleg bréf til Gaddafi frá Tony Blair annars vegar og Karli Bretaprins hins vegar. Þar er forhertur harðstjórinn sem myrti pólitíska andstæðinga sína með köldu blóði ausinn lofi og honum þökkuð góð störf á sviði mannúðarmála. Vafalítið hefur þeim Blair og Karli þótt tilgangurinn helga meðalið er þeir reru að því öllum árum að tryggja Bretum viðskiptasamninga í Líbíu og aðgang að olíulindum landsins. Með sömu nálgun reyndi ég að sannfæra sjálfa mig um að það fælist engin hræsni í því af lýðræðissinna að þiggja starf af einræðisherra. Þótt skrif mín yrðu ýtarlega ritskoðuð var verkefnið verðugt; þótt ég hefði litla tryggingu fyrir að þau yrðu ekki notuð í áróðursskyni myndu þau kannski koma munaðarlausum börnum til góða; þótt ég ynni fyrir einræðisherra þýddi það ekki að ég ætti hlutdeild í kúgun hans. En allt kom fyrir ekki. Nóg er um móralska bresti í fari þeirra sem þykjast talsmenn frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Sjálfskipaður ambassador þessara gilda, Bandaríkin, fer nú um heiminn drepandi andstæðinga á borð við Bin Laden og Anwar Awlaki í stað þess að sækja þá til saka samkvæmt lýðræðislegum leikreglum. Lýðræðisgrunnur Líbíu hefur veikst til muna reynist fréttir sannar um að Gaddafi hafi verið tekinn af lífi eftir að hann var handsamaður. Eina vopnið sem bítur í baráttunni fyrir lýðræði er hegðun sem er til eftirbreytni. Jafnvel þótt hún kosti auman leigupenna arðvænlegasta gigg starfsferilsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun
Sama dag og heiminum birtust myndir af blóði drifnu líki fallins einræðisherra Líbíu barst mér starfstilboð úr herbúðum annars ónefnds einræðisherra. Við leigupennar erum vanir verkefnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. En hvort sem verklýsingin kveður á um fágað auglýsingaslagorð fyrir hægðalyf eða innblásinn bæklingatexta fyrir bókhaldsfyrirtæki eiga þessi verkefni ávallt eitt sameiginlegt: Launin eru tómt klink. Í umræddum einræðisherra virtist ég hins vegar loks hafa fundið mann sem mat textasmíð að verðleikum. Tilboð sendiboða hans hljómaði sem tónlist – eða öllu heldur fagurlega samið örljóð – í eyrum mér: „Nefndu upphæð og hún verður samþykkt.“ Ég hafði hins vegar ekki fyrr opnað kampavínsflösku í huganum en efasemdir létu á sér kræla. Orsaka þeirra var að leita í fréttum frá Líbíu. Að Gaddafi öllum tók hið nýskipaða Þjóðarráð að skyggnast inn í hallir föllnu valdaættarinnar. Auk vitnisburðar um öfgakenndan munað leiðtogans fannst þar mikið af skjölum. Nokkur hafa orðið yfirvöldum á Vesturlöndum, einkum þó í Bretlandi, ástæða til að fara hjá sér. Í vikunni birti breska blaðið The Times einkar vandræðaleg bréf til Gaddafi frá Tony Blair annars vegar og Karli Bretaprins hins vegar. Þar er forhertur harðstjórinn sem myrti pólitíska andstæðinga sína með köldu blóði ausinn lofi og honum þökkuð góð störf á sviði mannúðarmála. Vafalítið hefur þeim Blair og Karli þótt tilgangurinn helga meðalið er þeir reru að því öllum árum að tryggja Bretum viðskiptasamninga í Líbíu og aðgang að olíulindum landsins. Með sömu nálgun reyndi ég að sannfæra sjálfa mig um að það fælist engin hræsni í því af lýðræðissinna að þiggja starf af einræðisherra. Þótt skrif mín yrðu ýtarlega ritskoðuð var verkefnið verðugt; þótt ég hefði litla tryggingu fyrir að þau yrðu ekki notuð í áróðursskyni myndu þau kannski koma munaðarlausum börnum til góða; þótt ég ynni fyrir einræðisherra þýddi það ekki að ég ætti hlutdeild í kúgun hans. En allt kom fyrir ekki. Nóg er um móralska bresti í fari þeirra sem þykjast talsmenn frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Sjálfskipaður ambassador þessara gilda, Bandaríkin, fer nú um heiminn drepandi andstæðinga á borð við Bin Laden og Anwar Awlaki í stað þess að sækja þá til saka samkvæmt lýðræðislegum leikreglum. Lýðræðisgrunnur Líbíu hefur veikst til muna reynist fréttir sannar um að Gaddafi hafi verið tekinn af lífi eftir að hann var handsamaður. Eina vopnið sem bítur í baráttunni fyrir lýðræði er hegðun sem er til eftirbreytni. Jafnvel þótt hún kosti auman leigupenna arðvænlegasta gigg starfsferilsins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun