Gefur frumsmíðinni ekkert eftir Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2011 16:00 Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira