Lambið hinsta fylgist með þér Brynhildur Björnsdóttir skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Ég var í sveit sem barn. Ég fór í sauðburð á hverju vori, dró að mér anganina af lífinu að kvikna, lék við litlu lömbin smá... og át þau síðan með uppstúf og rauðkáli á jólunum. Afi minn gerði heimsins besta hangikjöt og honum þótti sjálfsagt að láta uppruna þess getið, enda stoltur af sínu fé og sínu kjöti þannig að ég þekkti jólamatinn alltaf persónulega. Að auki átti pabbi það stundum til að syngja kvæðið um lambið hinsta yfir matborðinu þegar, jú einmitt, lambakjöt, var í sunnudagsmatinn. Lambið hinsta þykir mörgum fyndið kvæði (mér líka þrátt fyrir áhrifin sem það hafði á líf mitt), en það fjallar um ferlið frá því að lamb kemur heim í haga og þangað til það lendir niðri í maga. Á leiðinni eru ljóðlínur eins og „bregð ég hnífi á barkann unga, bunar dreyrinn í stampinn minn“ og „gripinn fögnuði flæ ég búkinn, flestar lappirnar sker ég af“. Um þessar mundir fagna ég þeim merku tímamótum að hafa verið grænmetisæta í tuttugu og þrjú ár. Ég borða reyndar fisk en enga aðra félaga mína úr dýraríkinu og ef ég þarf að skilgreina við hvað ég dreg mörkin þá held ég að það sé við dýr sem eru með fætur. Fyrir utan rækju og humar náttúrlega. Það hefur ýmislegt gerst í matarmenningu á Íslandi síðan ég hóf mína persónulegu kjötkveðju. Pepperóní hef ég til dæmis aldrei bragðað því það var ekki til hérlendis árið 1988. Ekki heldur kengúrukjöt eða akurhænur. Og í dag get ég farið á veitingahús, jafnvel skyndibitastað, án þess að hafa með mér nesti. Ég get meira að segja fengið mér brauð með öllu á Bæjarins bestu án þess að augabrún sé lyft. Ég hef ekkert á móti því að annað fólk borði kjöt og veina ekki af sársauka þegar sessunautur minn sökkvir tönnunum í blóðuga steik eða brauð með skinku. En svona til gamans bendi ég ykkur kjötætum á nýlega rannsókn sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Þar kemur fram það sem ég hef alltaf vitað: kindur eru klárar. Kindur þekkja liti og form. Kindur muna andlitsdrætti. Þær vita hver þið eruð. Þær sjá ykkur grilla fillett á hálendinu, grafa læri í heita jörð. Kindur gleyma ekki. Og þær fá fólk til að gera ótrúlegustu hluti fyrir sig, sér til verndar og viðhalds. Þær eru að verða búnar með gróðurinn og næst kemur röðin að okkur. Lambið hinsta fylgist með þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Ég var í sveit sem barn. Ég fór í sauðburð á hverju vori, dró að mér anganina af lífinu að kvikna, lék við litlu lömbin smá... og át þau síðan með uppstúf og rauðkáli á jólunum. Afi minn gerði heimsins besta hangikjöt og honum þótti sjálfsagt að láta uppruna þess getið, enda stoltur af sínu fé og sínu kjöti þannig að ég þekkti jólamatinn alltaf persónulega. Að auki átti pabbi það stundum til að syngja kvæðið um lambið hinsta yfir matborðinu þegar, jú einmitt, lambakjöt, var í sunnudagsmatinn. Lambið hinsta þykir mörgum fyndið kvæði (mér líka þrátt fyrir áhrifin sem það hafði á líf mitt), en það fjallar um ferlið frá því að lamb kemur heim í haga og þangað til það lendir niðri í maga. Á leiðinni eru ljóðlínur eins og „bregð ég hnífi á barkann unga, bunar dreyrinn í stampinn minn“ og „gripinn fögnuði flæ ég búkinn, flestar lappirnar sker ég af“. Um þessar mundir fagna ég þeim merku tímamótum að hafa verið grænmetisæta í tuttugu og þrjú ár. Ég borða reyndar fisk en enga aðra félaga mína úr dýraríkinu og ef ég þarf að skilgreina við hvað ég dreg mörkin þá held ég að það sé við dýr sem eru með fætur. Fyrir utan rækju og humar náttúrlega. Það hefur ýmislegt gerst í matarmenningu á Íslandi síðan ég hóf mína persónulegu kjötkveðju. Pepperóní hef ég til dæmis aldrei bragðað því það var ekki til hérlendis árið 1988. Ekki heldur kengúrukjöt eða akurhænur. Og í dag get ég farið á veitingahús, jafnvel skyndibitastað, án þess að hafa með mér nesti. Ég get meira að segja fengið mér brauð með öllu á Bæjarins bestu án þess að augabrún sé lyft. Ég hef ekkert á móti því að annað fólk borði kjöt og veina ekki af sársauka þegar sessunautur minn sökkvir tönnunum í blóðuga steik eða brauð með skinku. En svona til gamans bendi ég ykkur kjötætum á nýlega rannsókn sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Þar kemur fram það sem ég hef alltaf vitað: kindur eru klárar. Kindur þekkja liti og form. Kindur muna andlitsdrætti. Þær vita hver þið eruð. Þær sjá ykkur grilla fillett á hálendinu, grafa læri í heita jörð. Kindur gleyma ekki. Og þær fá fólk til að gera ótrúlegustu hluti fyrir sig, sér til verndar og viðhalds. Þær eru að verða búnar með gróðurinn og næst kemur röðin að okkur. Lambið hinsta fylgist með þér.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun