Auðlindir Reykjanesbæjar teknar upp í skattaskuld 11. nóvember 2011 09:00 Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Kaupin eru sögð liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að vinda ofan af eignarhaldi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Með kaupunum eignast ríkið allar þær auðlindir sem HS Orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið leigir orkulindirnar og greiðir fyrir þær auðlindagjald. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna, en um 70 prósent þess, 900 milljónir króna, eru í formi niðurfellingar skuldar Reykjanesbæjar við ríkissjóð. Stærstur hluti kaupverðsins fer því í að borga upp skattaskuld bæjarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir kaupin setja Magma-málið í allt annað samhengi. „Það má líta á það þannig að við séum komin bakdyramegin inn aftur. Við erum aftur komin með tök á því máli, þó að það hafi þurft að gerast með þessum leiðinlega hætti fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Skattaskuldum er létt af þeim en þeir missa þessar auðlindir." Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, vildi ekki tjá sig beint um þessi kaup. „Almennt séð hjálpar allt sem lýtur að því að ná orkuauðlindum í almannaeign til þess að vinda ofan af einkavæðingunni. Það er jú yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar." Reykjanesvirkjun er nú 100 megavött og er áætlað að stækka hana um 40 til 50 megavött. Virkjunin hefur starfsleyfi fyrir allt að 180 MW. Skrifað verður undir kaupsamning í dag.- kóp Fréttir Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Kaupin eru sögð liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að vinda ofan af eignarhaldi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Með kaupunum eignast ríkið allar þær auðlindir sem HS Orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið leigir orkulindirnar og greiðir fyrir þær auðlindagjald. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna, en um 70 prósent þess, 900 milljónir króna, eru í formi niðurfellingar skuldar Reykjanesbæjar við ríkissjóð. Stærstur hluti kaupverðsins fer því í að borga upp skattaskuld bæjarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir kaupin setja Magma-málið í allt annað samhengi. „Það má líta á það þannig að við séum komin bakdyramegin inn aftur. Við erum aftur komin með tök á því máli, þó að það hafi þurft að gerast með þessum leiðinlega hætti fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Skattaskuldum er létt af þeim en þeir missa þessar auðlindir." Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, vildi ekki tjá sig beint um þessi kaup. „Almennt séð hjálpar allt sem lýtur að því að ná orkuauðlindum í almannaeign til þess að vinda ofan af einkavæðingunni. Það er jú yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar." Reykjanesvirkjun er nú 100 megavött og er áætlað að stækka hana um 40 til 50 megavött. Virkjunin hefur starfsleyfi fyrir allt að 180 MW. Skrifað verður undir kaupsamning í dag.- kóp
Fréttir Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira