Grænt ljós á Mandela-tónleika 12. nóvember 2011 13:00 Mannúðarsamtökin 46664 draga nafn sitt af fanganúmeri Nelsons Mandela frá Robben-eyju, þar sem hann dvaldi í 18 af þeim 27 árum sem hann var lokaður inni. „Nú setjum við bara framkvæmdina í gang og byrjum að undirbúa viðburðinn,“ segir Sigurjón Einarsson kvikmyndagerðarmaður. Sigurjón fékk nýlega vilyrði frá ríkisstjórn Íslands um þriggja milljóna króna styrk til að undirbúa stórtónleika á vegum samtaka Nelson Mandela, 46664, hér á landi á næsta ári. Sigurjón fer fyrir íslenskum hópi sem undirbýr viðburðinn og var að vonum ánægður með niðurstöðuna. Áður hafði Reykjavíkurborg ákveðið að styrkja tónleikaframkvæmdina um tvær milljónir króna. „Við vorum auðvitað háð því að fá bæði þennan pólitíska stuðning sem og almennan stuðning, því verkefnið er stórt, alþjóðlegt og hefur vissulega pólitíska anga. Fyrstu skrefin eru svo að stilla okkur saman við ýmsa aðila eins og ferðaþjónustuna, Hörpu og Laugardalshöll.“ Eins og Fréttablaðið hefur sagt frá voru það mannúðarsamtök Mandela, 46664, sem föluðust eftir Íslandi sem staðsetningu fyrir næstu alþjóðlega stórtónleika sína. „Það er mikill vilji innan samtakanna að Ísland verði í brennidepli á næsta ári. Dagskráin verður þannig líklega svolítið dreifð, einhver viðburður um vorið, mögulega um sumarið en aðaltónleikarnir verða í september.“ Sigurjón segist ánægður með að sjónum heimsins verði beint að stuðningi Íslands við mannúðarmál. „Ég held að við ættum ekki að týna okkur í umræðunni um hversu mikið við græðum á þessu. Fyrst og fremst er um að ræða alþjóðlegan mannúðarviðburð á risastórum skala sem verið er að setja upp á Íslandi. Það stærsta í þessu er auðvitað að geta hjálpað til við að varpa ljósi á það sem Nelson Mandela hefur barist fyrir í þau 93 ár sem hann hefur lifað.“ - bb Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Nú setjum við bara framkvæmdina í gang og byrjum að undirbúa viðburðinn,“ segir Sigurjón Einarsson kvikmyndagerðarmaður. Sigurjón fékk nýlega vilyrði frá ríkisstjórn Íslands um þriggja milljóna króna styrk til að undirbúa stórtónleika á vegum samtaka Nelson Mandela, 46664, hér á landi á næsta ári. Sigurjón fer fyrir íslenskum hópi sem undirbýr viðburðinn og var að vonum ánægður með niðurstöðuna. Áður hafði Reykjavíkurborg ákveðið að styrkja tónleikaframkvæmdina um tvær milljónir króna. „Við vorum auðvitað háð því að fá bæði þennan pólitíska stuðning sem og almennan stuðning, því verkefnið er stórt, alþjóðlegt og hefur vissulega pólitíska anga. Fyrstu skrefin eru svo að stilla okkur saman við ýmsa aðila eins og ferðaþjónustuna, Hörpu og Laugardalshöll.“ Eins og Fréttablaðið hefur sagt frá voru það mannúðarsamtök Mandela, 46664, sem föluðust eftir Íslandi sem staðsetningu fyrir næstu alþjóðlega stórtónleika sína. „Það er mikill vilji innan samtakanna að Ísland verði í brennidepli á næsta ári. Dagskráin verður þannig líklega svolítið dreifð, einhver viðburður um vorið, mögulega um sumarið en aðaltónleikarnir verða í september.“ Sigurjón segist ánægður með að sjónum heimsins verði beint að stuðningi Íslands við mannúðarmál. „Ég held að við ættum ekki að týna okkur í umræðunni um hversu mikið við græðum á þessu. Fyrst og fremst er um að ræða alþjóðlegan mannúðarviðburð á risastórum skala sem verið er að setja upp á Íslandi. Það stærsta í þessu er auðvitað að geta hjálpað til við að varpa ljósi á það sem Nelson Mandela hefur barist fyrir í þau 93 ár sem hann hefur lifað.“ - bb
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp