Grét yfir bókarskrifunum 13. nóvember 2011 07:00 Steinunn Sigurðardóttir. Mynd/David Ignasewski Steinunn Sigurðardóttir er í heimsókn á Íslandi. Hún býr í Berlín, kemur nokkrum sinnum á ári til Íslands en staldrar yfirleitt stutt við. Eftir margra ára búsetu erlendis hefur það loks gerst að Ísland kemur hvergi við sögu í nýjustu sögu hennar. Í Jójó, eru Þjóðverji og Frakki í aðalhlutverkum en Íslendingar koma hvergi við sögu. „Það ætti kannski frekar að vera spurning af hverju ég hef alltaf haldið áfram að láta sögurnar mínar gerast á Íslandi þrátt fyrir að hafa búið í fjölda ára erlendis. Málið er að mér finnst ég alltaf vera að byrja upp á nýtt í hverri sögu. Með hverju nýju söguefni vil ég helst búa til nýtt form. Hér var ég með söguefni sem mér fannst ég alls ekki geta látið gerast á Íslandi. Og það er líka praktísk ástæða fyrir því að láta söguna ekki gerast á Íslandi. Ég losna til dæmis við allar spekúlasjónir um það hvort bókin sé byggð á raunverulegum persónum. Fólk er mjög slæmt með þetta að sjá sig í sögupersónunum, ef ég nefni götu þá fer það að hugsa um íbúa hennar. En yfirleitt kemur þetta ekki að sök. Nema þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eins og í þessari bók." Leyndardómsfullt upphafJójó segir frá þýska lækninum Martin og franska rónanum Martin. Sögusviðið er Berlín á vordegi þar sem gróðurinn er að springa út, degi þar sem læknirinn Martin fær sjúkling í viðtal sem kveikir óþægilegar minningar hjá honum. „Ég fjarlægði mig frá söguefninu með því að skrifa frá sjónarhóli karls. Mér fannst ég verða að gera það," segir Steinunn sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum í Jójó, umfjöllunarefni sem hún hélt að hún myndi aldrei geta skrifað um. „Yfirleitt koma sögurnar mínar til mín á leyndardómsfullan hátt. Og ég get ekki vitað hvernig það gerist. Veit bara að þetta er bókin og hana ætli ég að skrifa. Fyrir 20 árum hélt ég að það væri ekki hægt að skrifa skáldsögu um kynferðisbrot. Svo las ég Toni Morrison, The Bluest Eye sem segir frá sifjaspelli og sá að hún gat þetta. Ég las bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba, og er á því að hún hafi unnið afrek með þeirri sögu. Hún sagði okkur nákvæmlega hvað gekk á hjá Thelmu Ásdísardóttur án þess að fara yfir strikið. Og smám saman vissi ég að það væri hægt að skrifa svona sögu. Enn einn þráðurinn í aðdraganda þessarar sögu er þegar Steingrímur St. Th. Sigurðsson myndlistarmaður stoppaði mig úti á götu þegar ég var kornung, horfði á mig sínum kolmögnuðu augum og sagði: „Skrifaðu ísköld um það versta sem þú veist," rifjar Steinunn upp. „Og kynferðisbrot gegn börnum eru það versta sem ég veit. Maður heyrir sögur og fer að blöskra vanhæfni fullorðinna til þess að hjálpa börnum í nauðum. Glæpir sem eru framdir gegn börnum eru eðlisólíkir glæpum gegn fullorðnum. Börn eru svo varnarlaus. Þannig að ég gat ekki annað en skrifað þessa sögu," segir Steinunn. Lengd á bók er krítískur hluturSkriftirnar tóku á og ein óvenjulegasta reynsla Steinunnar við skriftir átti sér stað fyrir nokkrum árum þegar vinnan við bókina var komin á veg. „Ég og Þorsteinn [Hauksson] maðurinn minn vorum á Madeira, en þangað förum við reglulega. Við ætluðum að fara út í eyju í grennd sem heitir Porto Santo og er einn af mínum eftirlætisstöðum í heiminum. Ég hafði verið að fresta ferðinni en svo var komið að því og við tókum okkur til. En ég komst ekki af stað. Settist niður við skriftir og skrifaði lokakafla bókarinnar með blýanti. Svo byrjaði ég að gráta og grét og grét. Þorsteinn gætti þess að trufla mig ekki, en svona var þetta. Ég tók mig svo saman í andlitinu Og tek það fram að þetta er í eina skiptið sem hann hefur setið uppi með mig svona. En þarna skrifaði ég endalok bókarinnar og endinum varð ekki haggað, þó að bókin sjálf yrði ekki tilbúin fyrr en löngu síðar," segir Steinunn. Bókin lætur ekki mikið yfir sér, er stutt en segir mikla sögu. „Ég ætlaði ekki að hafa bókina langa. Lengd á bók er krítískur hlutur. Það er alltaf verið að segja þetta um bækurnar mínar að þær séu miklar sögur á stuttu formi. Mér hefur satt að segja verið hrósað fyrir þetta þó að ég segi sjálf frá. En ég vinn mjög mikið með aðferðum ljóðskáldsins, sem er mjög sársaukafullt í prósa, ef maður ætlar að hafa stjórn á hverju einasta orði og setningu. Ég prenta út, stytti, leiðrétti en svo verður maður alltaf að vara sig á því að textinn líti ekki út fyrir að vera of fínpússaður. Hann verður að vera ferskur. Mig langar að setja mikið efni á fáar blaðsíður, ég óttast orðavaðal. Of mörg orð, mér finnst það vúlgar," segir Steinunn. Upplestrar um allt ÞýskalandOg vel hefur tekist til. Bókin fékk fullt hús í DV og gagnrýnandi Fréttablaðsins gaf Jójó einnig fimm stjörnur. „Þetta er algjör óskadómur. Skrifaður frá hjartanu og höfðinu og maður finnur að dómarinn dregur ekkert af sér. Ég er algjörlega uppi í skýjunum satt best að segja," segir Steinunn. Undanfarnir mánuðir hafa verið mjög annasamir hjá Steinunni sem hefur lesið upp víða í Þýskalandi, til að mynda í tengslum við bókamessuna í Frankfurt. „Eitt kvöldið í Frankfurt fór ég á milli þriggja upplestra, las meðal annars fyrir 400 manns í beinni útsendingu í útvarpssal og kynnirinn byrjaði á því að stríða mér. Mér tókst að taka við boltanum og salurinn lá í kasti," segir Steinunn sem talar þýsku og segir það ganga vel. „Ég þekki mín takmörk en ég er búin að flengjast út um allt Þýskaland, lesa upp og hitta mikið af fólki og satt best að segja hefur mér verið tekið með kostum og kynjum." Hún er þakklátt dyggum lesendum erlendis sem hérlendis. „Ég kemst hreinlega við þegar fólk kemur til mín og segir mér að það hafi lesið allar bækurnar mínar. Ég á nokkuð harðsnúinn lesendahóp í Þýskalandi, sem vílar ekki fyrir sér að keyra langar leiðir til að koma á upplestra en það er reyndar sérþýskt hvað fólk er duglegt að mæta á upplestra," segir Steinunn sem býr eins og áður sagði í Berlín. „Berlín er ævintýraleg borg, þar er mikið að gerast og gott að vera. Hún er ódýrari og að mörgu leyti er auðveldara að búa þar en í París þar sem ég bjó í sjö ár áður en við fluttum til Berlínar. Þessar borgir eru reyndar eins ólíkar og borgir verða. Sjarminn í París og fegurðin eru auðvitað óviðjafnanleg. En það er óhugsandi að búa þar því það er svo dýrt. En sem betur fer hef ég farið þangað til að lesa og kynna bækur mínar og það er Frakklandsferð á döfinni í nóvember." Þrúgandi og þröngt á ÍslandiSteinunn er mikill Evrópubúi og hefur búið víða í álfunni. Hún nýtur þess að búa utan landsteinanna. „Ég sagði víst í þýska sjónvarpinu að ég yrði heiladauð ef ég byggi á Íslandi. En ég meina það, ég gæti ekki búið hér. Það er þrúgandi og þröngt og mig myndi vanta inspirasjón. Það er frelsi að vera á hlutlausu svæði og Ísland er það alls ekki. Umræðan hér er erfið. Það má aldrei gagnrýna neitt, sama hversu kurteislega það er gert þá er því alltaf tekið persónulega. Svo finnst mér margt að hér. Að fólk standi í röðum eftir mat er til dæmis skandall og að Íslendingar séu að verða feitasta þjóð heims er hrikalegt. Hér er margt sem þarf að laga, ég hef svo sem engar lausnir en það þarf að finna þær. Það má kalla þetta sjálfskipaða útlegð og það eru margir rithöfundar sem gera þetta, flytja frá heimalandi sínu til að öðlast nauðsynlega fjarlægð. En auðvitað sakna ég Íslands stundum. Hér á ég fjölskyldu og alveg ofboðslega góða vini. Ef ég ætti nógan pening myndi ég vilja vera átta mánuði í útlöndum á ári og fjóra á Íslandi. En þetta er flókin útgerð og dýr, yfirleitt stoppa ég ekki lengur en tíu daga á landinu í einu." Skrifar á morgnanaSteinunn var ung þegar þetta ástarsambandi við meginlandið hófst. Fimmtán ára fór hún á sumarskóla í Sviss og segir það hafa verið mikla upplifun. „Zürich var þannig fyrsta stórborg sem ég kom í. Á þessum árum var fólk ekki mikið að ferðast svo þetta var stórkostlegt ævintýri. Við lásum bókmenntir á þýsku og ég kynntist alls konar stúlkum. Það var mamma sem var svona framsýn að senda mig til útlanda á þessum tíma og fyrir það er ég óendanlega þakklát." Tengslin við Sviss hafa haldist, umboðsskrifstofa Steinunnar er í Sviss. „Það eru flottar konur sem reka hana sem ég hitti öðru hvoru," segir Steinunn sem hefur notið góðs af elju þeirra. Bækur hennar hafa komið út í Þýskalandi, Frakkland á Norðurlöndum og víðar. „Góði elskhuginn er nýkomin út á þýsku og það er skemmtilegt að segja frá því að forleggjarinn minn, Rowohlt, keypti líka bókarkápuna sem er afar sjaldgæft í Þýskalandi. Það sýnir bara hvað það er unnið gott starf hér á landi. Ég verð að koma að hrósi um forleggjarann hér. Fólkið þar kann þá list að spara ekki á vitlausum stöðum. Svo verð ég að nefna fallega útgáfu í Þýskalandi, þar var að koma út ljóðabók eftir mig skreytt myndum Georgs Guðna heitins, en þessi verk voru eitt af því síðasta sem hann gerði áður en hann féll frá." Steinunn heldur aftur til Berlínar eftir helgi. Hún hefur í nógu að snúast næstu mánuði, ýmsir upplestrar og kynningar eru á dagskránni. Þar fyrir utan er hún komin á kaf í næsta verk. „Ég vinn alltaf á morgnana. Fæ mér kaffibolla og sest við skriftir. Það tók mig mörg ár að finna þetta tempó og það er mjög dýrmætt. Það er aldrei spurning um að fara út í búð eða hringja símtal áður en hafist er handa, þá gerist ekki neitt." Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir er í heimsókn á Íslandi. Hún býr í Berlín, kemur nokkrum sinnum á ári til Íslands en staldrar yfirleitt stutt við. Eftir margra ára búsetu erlendis hefur það loks gerst að Ísland kemur hvergi við sögu í nýjustu sögu hennar. Í Jójó, eru Þjóðverji og Frakki í aðalhlutverkum en Íslendingar koma hvergi við sögu. „Það ætti kannski frekar að vera spurning af hverju ég hef alltaf haldið áfram að láta sögurnar mínar gerast á Íslandi þrátt fyrir að hafa búið í fjölda ára erlendis. Málið er að mér finnst ég alltaf vera að byrja upp á nýtt í hverri sögu. Með hverju nýju söguefni vil ég helst búa til nýtt form. Hér var ég með söguefni sem mér fannst ég alls ekki geta látið gerast á Íslandi. Og það er líka praktísk ástæða fyrir því að láta söguna ekki gerast á Íslandi. Ég losna til dæmis við allar spekúlasjónir um það hvort bókin sé byggð á raunverulegum persónum. Fólk er mjög slæmt með þetta að sjá sig í sögupersónunum, ef ég nefni götu þá fer það að hugsa um íbúa hennar. En yfirleitt kemur þetta ekki að sök. Nema þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eins og í þessari bók." Leyndardómsfullt upphafJójó segir frá þýska lækninum Martin og franska rónanum Martin. Sögusviðið er Berlín á vordegi þar sem gróðurinn er að springa út, degi þar sem læknirinn Martin fær sjúkling í viðtal sem kveikir óþægilegar minningar hjá honum. „Ég fjarlægði mig frá söguefninu með því að skrifa frá sjónarhóli karls. Mér fannst ég verða að gera það," segir Steinunn sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum í Jójó, umfjöllunarefni sem hún hélt að hún myndi aldrei geta skrifað um. „Yfirleitt koma sögurnar mínar til mín á leyndardómsfullan hátt. Og ég get ekki vitað hvernig það gerist. Veit bara að þetta er bókin og hana ætli ég að skrifa. Fyrir 20 árum hélt ég að það væri ekki hægt að skrifa skáldsögu um kynferðisbrot. Svo las ég Toni Morrison, The Bluest Eye sem segir frá sifjaspelli og sá að hún gat þetta. Ég las bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba, og er á því að hún hafi unnið afrek með þeirri sögu. Hún sagði okkur nákvæmlega hvað gekk á hjá Thelmu Ásdísardóttur án þess að fara yfir strikið. Og smám saman vissi ég að það væri hægt að skrifa svona sögu. Enn einn þráðurinn í aðdraganda þessarar sögu er þegar Steingrímur St. Th. Sigurðsson myndlistarmaður stoppaði mig úti á götu þegar ég var kornung, horfði á mig sínum kolmögnuðu augum og sagði: „Skrifaðu ísköld um það versta sem þú veist," rifjar Steinunn upp. „Og kynferðisbrot gegn börnum eru það versta sem ég veit. Maður heyrir sögur og fer að blöskra vanhæfni fullorðinna til þess að hjálpa börnum í nauðum. Glæpir sem eru framdir gegn börnum eru eðlisólíkir glæpum gegn fullorðnum. Börn eru svo varnarlaus. Þannig að ég gat ekki annað en skrifað þessa sögu," segir Steinunn. Lengd á bók er krítískur hluturSkriftirnar tóku á og ein óvenjulegasta reynsla Steinunnar við skriftir átti sér stað fyrir nokkrum árum þegar vinnan við bókina var komin á veg. „Ég og Þorsteinn [Hauksson] maðurinn minn vorum á Madeira, en þangað förum við reglulega. Við ætluðum að fara út í eyju í grennd sem heitir Porto Santo og er einn af mínum eftirlætisstöðum í heiminum. Ég hafði verið að fresta ferðinni en svo var komið að því og við tókum okkur til. En ég komst ekki af stað. Settist niður við skriftir og skrifaði lokakafla bókarinnar með blýanti. Svo byrjaði ég að gráta og grét og grét. Þorsteinn gætti þess að trufla mig ekki, en svona var þetta. Ég tók mig svo saman í andlitinu Og tek það fram að þetta er í eina skiptið sem hann hefur setið uppi með mig svona. En þarna skrifaði ég endalok bókarinnar og endinum varð ekki haggað, þó að bókin sjálf yrði ekki tilbúin fyrr en löngu síðar," segir Steinunn. Bókin lætur ekki mikið yfir sér, er stutt en segir mikla sögu. „Ég ætlaði ekki að hafa bókina langa. Lengd á bók er krítískur hlutur. Það er alltaf verið að segja þetta um bækurnar mínar að þær séu miklar sögur á stuttu formi. Mér hefur satt að segja verið hrósað fyrir þetta þó að ég segi sjálf frá. En ég vinn mjög mikið með aðferðum ljóðskáldsins, sem er mjög sársaukafullt í prósa, ef maður ætlar að hafa stjórn á hverju einasta orði og setningu. Ég prenta út, stytti, leiðrétti en svo verður maður alltaf að vara sig á því að textinn líti ekki út fyrir að vera of fínpússaður. Hann verður að vera ferskur. Mig langar að setja mikið efni á fáar blaðsíður, ég óttast orðavaðal. Of mörg orð, mér finnst það vúlgar," segir Steinunn. Upplestrar um allt ÞýskalandOg vel hefur tekist til. Bókin fékk fullt hús í DV og gagnrýnandi Fréttablaðsins gaf Jójó einnig fimm stjörnur. „Þetta er algjör óskadómur. Skrifaður frá hjartanu og höfðinu og maður finnur að dómarinn dregur ekkert af sér. Ég er algjörlega uppi í skýjunum satt best að segja," segir Steinunn. Undanfarnir mánuðir hafa verið mjög annasamir hjá Steinunni sem hefur lesið upp víða í Þýskalandi, til að mynda í tengslum við bókamessuna í Frankfurt. „Eitt kvöldið í Frankfurt fór ég á milli þriggja upplestra, las meðal annars fyrir 400 manns í beinni útsendingu í útvarpssal og kynnirinn byrjaði á því að stríða mér. Mér tókst að taka við boltanum og salurinn lá í kasti," segir Steinunn sem talar þýsku og segir það ganga vel. „Ég þekki mín takmörk en ég er búin að flengjast út um allt Þýskaland, lesa upp og hitta mikið af fólki og satt best að segja hefur mér verið tekið með kostum og kynjum." Hún er þakklátt dyggum lesendum erlendis sem hérlendis. „Ég kemst hreinlega við þegar fólk kemur til mín og segir mér að það hafi lesið allar bækurnar mínar. Ég á nokkuð harðsnúinn lesendahóp í Þýskalandi, sem vílar ekki fyrir sér að keyra langar leiðir til að koma á upplestra en það er reyndar sérþýskt hvað fólk er duglegt að mæta á upplestra," segir Steinunn sem býr eins og áður sagði í Berlín. „Berlín er ævintýraleg borg, þar er mikið að gerast og gott að vera. Hún er ódýrari og að mörgu leyti er auðveldara að búa þar en í París þar sem ég bjó í sjö ár áður en við fluttum til Berlínar. Þessar borgir eru reyndar eins ólíkar og borgir verða. Sjarminn í París og fegurðin eru auðvitað óviðjafnanleg. En það er óhugsandi að búa þar því það er svo dýrt. En sem betur fer hef ég farið þangað til að lesa og kynna bækur mínar og það er Frakklandsferð á döfinni í nóvember." Þrúgandi og þröngt á ÍslandiSteinunn er mikill Evrópubúi og hefur búið víða í álfunni. Hún nýtur þess að búa utan landsteinanna. „Ég sagði víst í þýska sjónvarpinu að ég yrði heiladauð ef ég byggi á Íslandi. En ég meina það, ég gæti ekki búið hér. Það er þrúgandi og þröngt og mig myndi vanta inspirasjón. Það er frelsi að vera á hlutlausu svæði og Ísland er það alls ekki. Umræðan hér er erfið. Það má aldrei gagnrýna neitt, sama hversu kurteislega það er gert þá er því alltaf tekið persónulega. Svo finnst mér margt að hér. Að fólk standi í röðum eftir mat er til dæmis skandall og að Íslendingar séu að verða feitasta þjóð heims er hrikalegt. Hér er margt sem þarf að laga, ég hef svo sem engar lausnir en það þarf að finna þær. Það má kalla þetta sjálfskipaða útlegð og það eru margir rithöfundar sem gera þetta, flytja frá heimalandi sínu til að öðlast nauðsynlega fjarlægð. En auðvitað sakna ég Íslands stundum. Hér á ég fjölskyldu og alveg ofboðslega góða vini. Ef ég ætti nógan pening myndi ég vilja vera átta mánuði í útlöndum á ári og fjóra á Íslandi. En þetta er flókin útgerð og dýr, yfirleitt stoppa ég ekki lengur en tíu daga á landinu í einu." Skrifar á morgnanaSteinunn var ung þegar þetta ástarsambandi við meginlandið hófst. Fimmtán ára fór hún á sumarskóla í Sviss og segir það hafa verið mikla upplifun. „Zürich var þannig fyrsta stórborg sem ég kom í. Á þessum árum var fólk ekki mikið að ferðast svo þetta var stórkostlegt ævintýri. Við lásum bókmenntir á þýsku og ég kynntist alls konar stúlkum. Það var mamma sem var svona framsýn að senda mig til útlanda á þessum tíma og fyrir það er ég óendanlega þakklát." Tengslin við Sviss hafa haldist, umboðsskrifstofa Steinunnar er í Sviss. „Það eru flottar konur sem reka hana sem ég hitti öðru hvoru," segir Steinunn sem hefur notið góðs af elju þeirra. Bækur hennar hafa komið út í Þýskalandi, Frakkland á Norðurlöndum og víðar. „Góði elskhuginn er nýkomin út á þýsku og það er skemmtilegt að segja frá því að forleggjarinn minn, Rowohlt, keypti líka bókarkápuna sem er afar sjaldgæft í Þýskalandi. Það sýnir bara hvað það er unnið gott starf hér á landi. Ég verð að koma að hrósi um forleggjarann hér. Fólkið þar kann þá list að spara ekki á vitlausum stöðum. Svo verð ég að nefna fallega útgáfu í Þýskalandi, þar var að koma út ljóðabók eftir mig skreytt myndum Georgs Guðna heitins, en þessi verk voru eitt af því síðasta sem hann gerði áður en hann féll frá." Steinunn heldur aftur til Berlínar eftir helgi. Hún hefur í nógu að snúast næstu mánuði, ýmsir upplestrar og kynningar eru á dagskránni. Þar fyrir utan er hún komin á kaf í næsta verk. „Ég vinn alltaf á morgnana. Fæ mér kaffibolla og sest við skriftir. Það tók mig mörg ár að finna þetta tempó og það er mjög dýrmætt. Það er aldrei spurning um að fara út í búð eða hringja símtal áður en hafist er handa, þá gerist ekki neitt."
Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira