Þórir Ólafsson: Ekki bara Lödur á götunni hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2011 10:00 Þórir Ólafsson er búinn að koma sér vel fyrir í Póllandi og ætlar að leika þar áfram á næsta ári.fréttablaðið/stefán Hornamaðurinn Þórir Ólafsson ákvað að söðla um í sumar. Eftir sex góð ár í Þýskalandi ákvað hann að reyna fyrir sér í Póllandi, fyrstur allra Íslendinga. Fleiri Íslendingar hafa fengið boð um að fara þangað en ekki verið til í að taka slaginn. Þórir skrifaði þá undir tveggja ára samning við pólska stórliðið Kielce. Það er frá samnefndri borg, en í henni búa um 200 þúsund manns. „Lífið í Póllandi er ágætt. Þetta er í rauninni svipað og annars staðar. Ég bjóst ekki við neinu sérstöku en lífið er fínt þarna. Borgin er fín og þetta er alls ekki eins og margur heldur,“ segir Þórir, en hann segir margt hafa samt komið sér á óvart. Eins og hver önnur evrópsk borg„Bæjarlífið kom mér á óvart og gæðin á mörgu. Bílaflotinn er flottur og alls ekki bara Lödur og Skódar. Íbúðirnar eru líka fínar og greinilega ótrúlegur uppgangur í Póllandi. Þetta er bara eins og hver önnur evrópsk borg.“ Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Póllandi næsta sumar og Þórir segir augljóst að búið sé að eyða miklum peningum svo heimamenn komi vel fyrir á öllum sviðum. Á því græði þjóðin þó svo að þjóðvegirnir séu ekki allir upp á marga fiska. „Það er mun meira líf þarna en þar sem við vorum í Þýskalandi. Þá bjuggum við aðeins í 25 þúsund manna bæ. Við höfum komið okkur fyrir í fínni íbúð við miðbæinn. Það er ekki yfir neinu að kvarta og reynslan ekkert nema ánægjuleg hingað til.“ Deildin í Póllandi er ekki sú sterkasta. Tvö lið – Kielce og Wisla Plock – eru áberandi sterkust enda hafa þau eytt talsverðu fé í leikmenn. „Við höfum oft átt mjög lélega leiki en samt unnið með svona tíu mörkum. Það segir sitt. Þetta gæti verið betra, en deildin er samt að styrkjast,“ segir Þórir en hvaða markmið hefur félagið hans? „Félagið vill vinna deildina og vildi líka komast í Meistaradeildina,“ segir Þórir, en Kielce lagði lið Guðmundur Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeildinni. „Við lentum svo í mjög erfiðum riðli og þar er ekkert gefins. Það verður erfitt að ná þriðja sæti en við förum samt áfram í fjórða sæti. Stefnan er að vinna heimaleikina og sjá svo til hverju það skilar.“ Selfyssingurinn neitar því ekki að reynslan sé jákvæðari en hann gerði ráð fyrir. „Ég hafði komið þarna áður og séð aðstæður hjá félaginu. Gott lið með góða aðstöðu. Það skemmdi svo ekki fyrir að liðið var á leið í Meistaradeildina. Ég vildi líka vera í liði sem vinnur eitthvað.“ Félagið á ekki sína eigin rútuÞó svo að félagið virðist eiga nóg af peningum er ekki allur aðbúnaður í kringum liðið alveg eins og best verður á kosið. „Félagið á ekki sína eigin rútu og því vitum við aldrei við hverju er að búast þegar þarf að ferðast. Oft er þetta ekkert merkilegt og vegirnir margir hverjir frekar slæmir. Ég tek því með tónlist, bækur og DVD-myndir til að drepa tímann. Vandamálið er samt oftast að það er ekkert rafmagn í rútunum og þegar rafhlaðan er dáin er maður í vondum málum. Það kom mér aðeins á óvart að það væri ekki staðið betur að þessum málum. Í heildina er þetta samt mjög gott og við fjölskyldan sjáum alls ekki eftir því að hafa farið í þetta ævintýri.“ Þórir segist vera ýmsu vanur en þó komi ýmislegt honum spánskt fyrir sjónir. „Það er aðeins þyngra yfir þessu og stundum er öskrað svolítið á mann á æfingum. Það er eðlilegt fyrir þeim að öskra svolítið en það er ekkert illa meint,“ segir Þórir, en skilur hann eitthvað hvað er verið að segja við hann? „Handboltamálið gengur ágætlega en stundum er ég alveg týndur. Ég get samt pantað mér á veitingahúsi og svona. Þetta er samt allt að koma og sumir skilja þýsku og ensku. Þetta bjargast allt saman,“ segir Þórir léttur. Hornamaðurinn ætlar að klára seinna árið í Póllandi og svo er framtíðin alveg óráðin. „Ég verð að sjá hvort ég nenni þessu þá áfram og er í formi. Það er allt opið og hver veit nema ég komi heim og fari að spila á Selfossi. Maður veit aldrei.“ Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Hornamaðurinn Þórir Ólafsson ákvað að söðla um í sumar. Eftir sex góð ár í Þýskalandi ákvað hann að reyna fyrir sér í Póllandi, fyrstur allra Íslendinga. Fleiri Íslendingar hafa fengið boð um að fara þangað en ekki verið til í að taka slaginn. Þórir skrifaði þá undir tveggja ára samning við pólska stórliðið Kielce. Það er frá samnefndri borg, en í henni búa um 200 þúsund manns. „Lífið í Póllandi er ágætt. Þetta er í rauninni svipað og annars staðar. Ég bjóst ekki við neinu sérstöku en lífið er fínt þarna. Borgin er fín og þetta er alls ekki eins og margur heldur,“ segir Þórir, en hann segir margt hafa samt komið sér á óvart. Eins og hver önnur evrópsk borg„Bæjarlífið kom mér á óvart og gæðin á mörgu. Bílaflotinn er flottur og alls ekki bara Lödur og Skódar. Íbúðirnar eru líka fínar og greinilega ótrúlegur uppgangur í Póllandi. Þetta er bara eins og hver önnur evrópsk borg.“ Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Póllandi næsta sumar og Þórir segir augljóst að búið sé að eyða miklum peningum svo heimamenn komi vel fyrir á öllum sviðum. Á því græði þjóðin þó svo að þjóðvegirnir séu ekki allir upp á marga fiska. „Það er mun meira líf þarna en þar sem við vorum í Þýskalandi. Þá bjuggum við aðeins í 25 þúsund manna bæ. Við höfum komið okkur fyrir í fínni íbúð við miðbæinn. Það er ekki yfir neinu að kvarta og reynslan ekkert nema ánægjuleg hingað til.“ Deildin í Póllandi er ekki sú sterkasta. Tvö lið – Kielce og Wisla Plock – eru áberandi sterkust enda hafa þau eytt talsverðu fé í leikmenn. „Við höfum oft átt mjög lélega leiki en samt unnið með svona tíu mörkum. Það segir sitt. Þetta gæti verið betra, en deildin er samt að styrkjast,“ segir Þórir en hvaða markmið hefur félagið hans? „Félagið vill vinna deildina og vildi líka komast í Meistaradeildina,“ segir Þórir, en Kielce lagði lið Guðmundur Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeildinni. „Við lentum svo í mjög erfiðum riðli og þar er ekkert gefins. Það verður erfitt að ná þriðja sæti en við förum samt áfram í fjórða sæti. Stefnan er að vinna heimaleikina og sjá svo til hverju það skilar.“ Selfyssingurinn neitar því ekki að reynslan sé jákvæðari en hann gerði ráð fyrir. „Ég hafði komið þarna áður og séð aðstæður hjá félaginu. Gott lið með góða aðstöðu. Það skemmdi svo ekki fyrir að liðið var á leið í Meistaradeildina. Ég vildi líka vera í liði sem vinnur eitthvað.“ Félagið á ekki sína eigin rútuÞó svo að félagið virðist eiga nóg af peningum er ekki allur aðbúnaður í kringum liðið alveg eins og best verður á kosið. „Félagið á ekki sína eigin rútu og því vitum við aldrei við hverju er að búast þegar þarf að ferðast. Oft er þetta ekkert merkilegt og vegirnir margir hverjir frekar slæmir. Ég tek því með tónlist, bækur og DVD-myndir til að drepa tímann. Vandamálið er samt oftast að það er ekkert rafmagn í rútunum og þegar rafhlaðan er dáin er maður í vondum málum. Það kom mér aðeins á óvart að það væri ekki staðið betur að þessum málum. Í heildina er þetta samt mjög gott og við fjölskyldan sjáum alls ekki eftir því að hafa farið í þetta ævintýri.“ Þórir segist vera ýmsu vanur en þó komi ýmislegt honum spánskt fyrir sjónir. „Það er aðeins þyngra yfir þessu og stundum er öskrað svolítið á mann á æfingum. Það er eðlilegt fyrir þeim að öskra svolítið en það er ekkert illa meint,“ segir Þórir, en skilur hann eitthvað hvað er verið að segja við hann? „Handboltamálið gengur ágætlega en stundum er ég alveg týndur. Ég get samt pantað mér á veitingahúsi og svona. Þetta er samt allt að koma og sumir skilja þýsku og ensku. Þetta bjargast allt saman,“ segir Þórir léttur. Hornamaðurinn ætlar að klára seinna árið í Póllandi og svo er framtíðin alveg óráðin. „Ég verð að sjá hvort ég nenni þessu þá áfram og er í formi. Það er allt opið og hver veit nema ég komi heim og fari að spila á Selfossi. Maður veit aldrei.“
Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti