Spilla þýsku liðin fyrir Lundúnaliðunum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Michael Ballack leikur sinn 100. Evrópuleik á móti sínum gömlu félögum í Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira