Forneskjulegt framtíðarpopp Trausti Júlíusson skrifar 23. nóvember 2011 14:00 Tónlist. Nology. Nolo. Dúettinn Nolo er skipaður þeim Ívari Björnssyni og Jóni Gabríel Lorange. Þeir hafa starfað saman síðan um mitt ár 2009 og vöktu fyrst athygli fyrir smáskífur sem þeir settu inn á Gogoyoko og svo fyrir skemmtilega frammistöðu á tónleikum. Í byrjun árs 2010 kom frá þeim 8 laga EP-plata, en Nology er fyrsta Nolo-platan í fullri lengd. Tónlist Nolo var frá upphafi sér á báti. Hljómurinn þeirra er sérstakur - eiginlega forneskjulega framtíðarlegur. Hann einkennist af gamaldags syntahljómi, trommuheilatöktum og gítarleik. Lagasmíðarnar eru skemmtilegar, melódískar og grípandi og oft með einföldum og stuðvekjandi takti undir. Svo hafa drengirnir líka flottar söngraddir. Nology var tekin upp í hljóðveri undir stjórn Svavars Péturs Eysteinssonar og Loga Höskuldssonar, en ekki heima í herbergi eins og fyrri platan. Hljómurinn er þess vegna betri, en sem betur fer eru öll Nolo-einkennin samt enn til staðar. Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins. Hún er fjórtán laga og lögin eru hvert öðru flottara, en mín uppáhaldslög eru samt Polka, Put on a Face Boy, Taxi og hið óviðjafnanlega Bus Seats, með textanum um sætin í strætó sem þeir Nolo-menn bera mikla umhyggju fyrir. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki. Niðurstaða: Fyrsta Nolo-platan í fullri lengd stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar. Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Nology. Nolo. Dúettinn Nolo er skipaður þeim Ívari Björnssyni og Jóni Gabríel Lorange. Þeir hafa starfað saman síðan um mitt ár 2009 og vöktu fyrst athygli fyrir smáskífur sem þeir settu inn á Gogoyoko og svo fyrir skemmtilega frammistöðu á tónleikum. Í byrjun árs 2010 kom frá þeim 8 laga EP-plata, en Nology er fyrsta Nolo-platan í fullri lengd. Tónlist Nolo var frá upphafi sér á báti. Hljómurinn þeirra er sérstakur - eiginlega forneskjulega framtíðarlegur. Hann einkennist af gamaldags syntahljómi, trommuheilatöktum og gítarleik. Lagasmíðarnar eru skemmtilegar, melódískar og grípandi og oft með einföldum og stuðvekjandi takti undir. Svo hafa drengirnir líka flottar söngraddir. Nology var tekin upp í hljóðveri undir stjórn Svavars Péturs Eysteinssonar og Loga Höskuldssonar, en ekki heima í herbergi eins og fyrri platan. Hljómurinn er þess vegna betri, en sem betur fer eru öll Nolo-einkennin samt enn til staðar. Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins. Hún er fjórtán laga og lögin eru hvert öðru flottara, en mín uppáhaldslög eru samt Polka, Put on a Face Boy, Taxi og hið óviðjafnanlega Bus Seats, með textanum um sætin í strætó sem þeir Nolo-menn bera mikla umhyggju fyrir. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki. Niðurstaða: Fyrsta Nolo-platan í fullri lengd stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar.
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira