Bluegrassið á líka heima á Íslandi 26. nóvember 2011 11:00 Stúlkurnar ætluðu upphaflega að kalla sig Grass, en þegar Örn Eldjárn, bróðir Aspar, bættist í hópinn var nafn sveitarinnar komið. Á myndinni eru frá vinstri Soffía Björg Óðinsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Amelía Eldjárn, Örn Eldjárn og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. fréttablaðið/vilhelm Andi Suðurríkjanna hefur svifið yfir vötnum á tónleikum íslensku bluegrass-sveitarinnar Brother Grass undanfarið ár. Í dag kemur fyrsta plata sveitarinnar út, en hún kallast Didn't Leave Nobody But the Baby. „Við ætluðum bara að halda eina bluegrass-tónleika af því að okkur langaði að syngja eitthvað annað en það sem við vorum vanar að flytja," segir Hildur Halldórsdóttir, ein fjögurra söngkvenna Brother Grass. Hljómsveitin er ársgömul en hefur verið dugleg við tónleikahald og vakið mikla athygli. Auk Hildar skipa hljómsveitina Örn og Ösp Eldjárn, Soffía Björg Óðinsdóttir og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. Hildur segir bluegrassið hafa verið hálfgerða tilviljun. „Þessi tónlistarstefna var búin að heilla okkur svolítið og við elskuðum allar tónlistina í myndinni O Brother Where Art Thou. Þaðan komu mörg laganna sem við fluttum fyrst," segir hún. „Við fengum Örn Eldjárn, bróður Aspar, til að vera með okkur á tónleikunum og það myndaðist svo mikil stemning og gleði í hópnum að við stofnuðum hljómsveitina í bílnum á leiðinni heim frá þessum tónleikum." Hljómsveitin einskorðar sig ekki við bluegrass, enda fimmmenningarnir fjölhæft tónlistarfólk sem þykir gaman að flytja ólíkar tónlistarstefnur. „Við tölum um að við spilum bluegrass, blús, þjóðlagatónlist og „old time mountain hillbilly music". Við erum með nýtt efni, gamalt og frumsamið, en við reynum alltaf að hafa þennan Suðurríkjablæ yfir því sem við gerum," segir Hildur sem lærði söng í FÍH líkt og hinar söngkonurnar þrjár. „Það er erfitt að skilgreina bluegrass, það er svo víðfeðm tónlistarstefna. Tónlist Noruh Jones er gott dæmi um nútíma bluegrass, en það eldra er svona bómullartónlist. Þetta er tónlist sem allir geta tekið þátt í og spilað á eitthvert hljóðfæri – við gerum það til dæmis öll og syngjum öll í öllum lögunum. Það sem einkennir gamla bluegrassið er líka að nota hvað sem er sem hljóðfæri. Við spilum meðal annars á þvottabretti og -bala til að ná fram þessari stemningu." Hildur segir að þótt heimur Suðurríkjanna sé harla ólíkur íslenskum veruleika, lifi þau sig mjög inn í flutninginn. „Sumt sem við syngjum um er langt frá íslenskum veruleika en annað einmitt ekki. Þetta er oft fólk að segja sínar sögur sem eru mannlegar og eiga við alls staðar og á öllum tímum. Svo finnst okkur þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt." Brother Grass heldur útgáfu- og jólatónleika 19. og 20. desember á Café Rosenberg. bergthora@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Andi Suðurríkjanna hefur svifið yfir vötnum á tónleikum íslensku bluegrass-sveitarinnar Brother Grass undanfarið ár. Í dag kemur fyrsta plata sveitarinnar út, en hún kallast Didn't Leave Nobody But the Baby. „Við ætluðum bara að halda eina bluegrass-tónleika af því að okkur langaði að syngja eitthvað annað en það sem við vorum vanar að flytja," segir Hildur Halldórsdóttir, ein fjögurra söngkvenna Brother Grass. Hljómsveitin er ársgömul en hefur verið dugleg við tónleikahald og vakið mikla athygli. Auk Hildar skipa hljómsveitina Örn og Ösp Eldjárn, Soffía Björg Óðinsdóttir og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. Hildur segir bluegrassið hafa verið hálfgerða tilviljun. „Þessi tónlistarstefna var búin að heilla okkur svolítið og við elskuðum allar tónlistina í myndinni O Brother Where Art Thou. Þaðan komu mörg laganna sem við fluttum fyrst," segir hún. „Við fengum Örn Eldjárn, bróður Aspar, til að vera með okkur á tónleikunum og það myndaðist svo mikil stemning og gleði í hópnum að við stofnuðum hljómsveitina í bílnum á leiðinni heim frá þessum tónleikum." Hljómsveitin einskorðar sig ekki við bluegrass, enda fimmmenningarnir fjölhæft tónlistarfólk sem þykir gaman að flytja ólíkar tónlistarstefnur. „Við tölum um að við spilum bluegrass, blús, þjóðlagatónlist og „old time mountain hillbilly music". Við erum með nýtt efni, gamalt og frumsamið, en við reynum alltaf að hafa þennan Suðurríkjablæ yfir því sem við gerum," segir Hildur sem lærði söng í FÍH líkt og hinar söngkonurnar þrjár. „Það er erfitt að skilgreina bluegrass, það er svo víðfeðm tónlistarstefna. Tónlist Noruh Jones er gott dæmi um nútíma bluegrass, en það eldra er svona bómullartónlist. Þetta er tónlist sem allir geta tekið þátt í og spilað á eitthvert hljóðfæri – við gerum það til dæmis öll og syngjum öll í öllum lögunum. Það sem einkennir gamla bluegrassið er líka að nota hvað sem er sem hljóðfæri. Við spilum meðal annars á þvottabretti og -bala til að ná fram þessari stemningu." Hildur segir að þótt heimur Suðurríkjanna sé harla ólíkur íslenskum veruleika, lifi þau sig mjög inn í flutninginn. „Sumt sem við syngjum um er langt frá íslenskum veruleika en annað einmitt ekki. Þetta er oft fólk að segja sínar sögur sem eru mannlegar og eiga við alls staðar og á öllum tímum. Svo finnst okkur þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt." Brother Grass heldur útgáfu- og jólatónleika 19. og 20. desember á Café Rosenberg. bergthora@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira