Íslenskar táningsstelpur eyða milljónum í Twilight 29. nóvember 2011 13:00 Um þetta snýst málið Aðalæðið hjá íslenskum stelpum er Twilight-serían en nýjasta myndin, Breaking Dawn, er aðra vikuna í röð á toppnum hér á landi. „Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira