Framleiðendur vilja meira af Íslandi í Game of Thrones 30. nóvember 2011 12:00 Chris Newman er mikill Íslandvinur, á íslenska eiginkonu og kom meðal annars að gerð Nonna og Manna. Hann segir ekki ólíklegt að tökuliðið komi aftur hingað til lands til að gera meira fyrir Game of Thrones. Mynd/Vilhelm Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira