Helstu seðlabankar koma til bjargar 1. desember 2011 05:00 Mario Monti og Mario Draghi Forsætisráðherra Ítalíu, sem jafnframt er fjármálaráðherra landsins, ræðir við bankastjóra Seðlabanka Evrópusambandsins á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í gær.fréttablaðið/AP Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta. Seðlabankarnir hafa meðal annars lækkað vexti á neyðarlánum í dollurum, sem bankar geta notað til að lána áfram til fyrirtækja eða einstaklinga. Þessi neyðarlán verða nú í boði til febrúar 2013 í stað ágúst 2012. Verðbréfamarkaðir tóku myndarlega við sér í kjölfarið og hækkuðu vísitölur víðast hvar um þrjú til fjögur prósent. Ótti við hugsanlegt hrun evrunnar hefur valdið því, að bankar í Evrópulöndum eiga erfitt með að útvega sér fé frá öðrum bönkum til daglegra viðskipta. Bankar hika við að lána hverjir öðrum af ótta við að fá lánin ekki endurgreidd. Innspýtingin frá seðlabönkunum sex leysir þetta vandamál í bili. Þetta gerðist sama daginn og ljóst varð að fjármálaráðherrum Evrópusambandsins tókst ekki að tryggja neyðarsjóði evrusvæðisins næga fjármuni til að hjálpa skuldugustu evruríkjunum í gegnum kreppuna. Evruríkin ákváðu fyrr í vetur að efla neyðarsjóðinn með því að gera honum kleift að útvega sér fé með öðrum hætti en beinum framlögum frá evruríkjunum. Til stóð að ljúka nánari útfærslu þess á fundi fjármálaráðherranna í Brussel nú í vikunni, en það verkefni bíður nú næsta leiðtogafundar Evrópusambandsins, sem haldinn verður í næstu viku. Svo virðist sem útfærslan hafi ekki síst strandað á því að Kína og fleiri ríki hafi ekki haft áhuga á að fjárfesta nógu mikið í skuldabréfum, sem neyðarsjóður evruríkjanna gæti gefið út, þannig að sjóðurinn myndi ekki fá nægilega mikið fé til umráða. Þess í stað eru nú komnar upp hugmyndir um að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til liðs við neyðarsjóðinn og útvega viðbótarfé til hans. Jafnframt þessu bíða leiðtogafundarins þær frekari aðgerðir til bjargar evrunni, sem óhjákvæmilegt þykir að ráðast í. Meðal annars hafa verið nefndar hugmyndir um að sterkustu evruríkin myndi með sér nýtt bandalag kjarnaríkja evrusvæðisins, sem fælist í miklu nánara samstarfi í fjármálum en til þessa hefur náðst sátt um. Harðar deilur hafa verið milli evruríkjanna um þessar hugmyndir, sem og um aðrar hugsanlegar lausnir á vandanum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta. Seðlabankarnir hafa meðal annars lækkað vexti á neyðarlánum í dollurum, sem bankar geta notað til að lána áfram til fyrirtækja eða einstaklinga. Þessi neyðarlán verða nú í boði til febrúar 2013 í stað ágúst 2012. Verðbréfamarkaðir tóku myndarlega við sér í kjölfarið og hækkuðu vísitölur víðast hvar um þrjú til fjögur prósent. Ótti við hugsanlegt hrun evrunnar hefur valdið því, að bankar í Evrópulöndum eiga erfitt með að útvega sér fé frá öðrum bönkum til daglegra viðskipta. Bankar hika við að lána hverjir öðrum af ótta við að fá lánin ekki endurgreidd. Innspýtingin frá seðlabönkunum sex leysir þetta vandamál í bili. Þetta gerðist sama daginn og ljóst varð að fjármálaráðherrum Evrópusambandsins tókst ekki að tryggja neyðarsjóði evrusvæðisins næga fjármuni til að hjálpa skuldugustu evruríkjunum í gegnum kreppuna. Evruríkin ákváðu fyrr í vetur að efla neyðarsjóðinn með því að gera honum kleift að útvega sér fé með öðrum hætti en beinum framlögum frá evruríkjunum. Til stóð að ljúka nánari útfærslu þess á fundi fjármálaráðherranna í Brussel nú í vikunni, en það verkefni bíður nú næsta leiðtogafundar Evrópusambandsins, sem haldinn verður í næstu viku. Svo virðist sem útfærslan hafi ekki síst strandað á því að Kína og fleiri ríki hafi ekki haft áhuga á að fjárfesta nógu mikið í skuldabréfum, sem neyðarsjóður evruríkjanna gæti gefið út, þannig að sjóðurinn myndi ekki fá nægilega mikið fé til umráða. Þess í stað eru nú komnar upp hugmyndir um að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til liðs við neyðarsjóðinn og útvega viðbótarfé til hans. Jafnframt þessu bíða leiðtogafundarins þær frekari aðgerðir til bjargar evrunni, sem óhjákvæmilegt þykir að ráðast í. Meðal annars hafa verið nefndar hugmyndir um að sterkustu evruríkin myndi með sér nýtt bandalag kjarnaríkja evrusvæðisins, sem fælist í miklu nánara samstarfi í fjármálum en til þessa hefur náðst sátt um. Harðar deilur hafa verið milli evruríkjanna um þessar hugmyndir, sem og um aðrar hugsanlegar lausnir á vandanum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira