Úr skugga White Stripes 1. desember 2011 10:00 sjöunda platan Blúsrokkararnir í The Black Keys hafa gefið út sjöundu plötu sína, El Camino. nordicphotos/getty Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys gefa eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Platan fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út fyrir aðeins einu og hálfu ári. Hún stækkaði aðdáendahóp hljómsveitarinnar til muna, enda seldist hún í milljón eintökum. Auk þess að vera ofarlega á flestum árslistum fékk platan þrenn Grammy-verðlaun. Segja má að The Black Keys hafi með Brothers loksins stigið úr skugga hinnar sálugu The White Stripes, sem spilaði einnig bassalaust blúsrokk, var skipuð tveimur meðlimum og var með hvítan lit í nafninu sínu í stað svarts. Vinsældir hennar voru aftur á móti mun meiri en hjá The Black Keys. Fyrir upptökurnar á El Camino var upptökustjórinn Danger Mouse fenginn til að sitja við takkaborðið á allri plötunni, en á þeirri síðustu stjórnaði hann málum í hinu vel heppnaða smáskífulagi Tighten Up. Hann er meðlimur dúósins Gnarls Barkley og hefur að auki tekið upp Modern Guilt með Beck og Demon Days með Gorillaz. Í þetta sinn brugðu gítarleikarinn og söngvarinn Dan Auerbach og trommarinn Patrick Carney á það ráð að ferðast frá Ohio til tónlistarborgarinnar Nashville þar sem upptökurnar fóru fram. Afrakstrinum hefur verið lýst sem rökréttu framhaldi af Brothers. Grípandi popptaktarnir eru enn til staðar í bland við þéttofið blúsrokkið, sem er eins og áður undir áhrifum frá hinu svokallaða bílskúrsrokki sjöunda áratugar síðustu aldar. Dómar hafa verið að detta inn undanfarna daga. Spin gefur El Camino 8 af 10 mögulegum og líkir tónlistinni við gömlu refina ZZ Top, en með glimmer í skegginu, á meðan The Guardian gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Þar segir gagnrýnandinn að platan sé hröð og skemmtileg en ætlist samt ekki til eins mikils af hlustandanum og fyrri verk hljómsveitarinnar. Annað breskt blað, The Independent, segir El Camino kröftugustu og mest heillandi rokkplötu ársins enda sé hún uppfull af grípandi lögum sem öll standi fyrir sínu. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys gefa eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Platan fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út fyrir aðeins einu og hálfu ári. Hún stækkaði aðdáendahóp hljómsveitarinnar til muna, enda seldist hún í milljón eintökum. Auk þess að vera ofarlega á flestum árslistum fékk platan þrenn Grammy-verðlaun. Segja má að The Black Keys hafi með Brothers loksins stigið úr skugga hinnar sálugu The White Stripes, sem spilaði einnig bassalaust blúsrokk, var skipuð tveimur meðlimum og var með hvítan lit í nafninu sínu í stað svarts. Vinsældir hennar voru aftur á móti mun meiri en hjá The Black Keys. Fyrir upptökurnar á El Camino var upptökustjórinn Danger Mouse fenginn til að sitja við takkaborðið á allri plötunni, en á þeirri síðustu stjórnaði hann málum í hinu vel heppnaða smáskífulagi Tighten Up. Hann er meðlimur dúósins Gnarls Barkley og hefur að auki tekið upp Modern Guilt með Beck og Demon Days með Gorillaz. Í þetta sinn brugðu gítarleikarinn og söngvarinn Dan Auerbach og trommarinn Patrick Carney á það ráð að ferðast frá Ohio til tónlistarborgarinnar Nashville þar sem upptökurnar fóru fram. Afrakstrinum hefur verið lýst sem rökréttu framhaldi af Brothers. Grípandi popptaktarnir eru enn til staðar í bland við þéttofið blúsrokkið, sem er eins og áður undir áhrifum frá hinu svokallaða bílskúrsrokki sjöunda áratugar síðustu aldar. Dómar hafa verið að detta inn undanfarna daga. Spin gefur El Camino 8 af 10 mögulegum og líkir tónlistinni við gömlu refina ZZ Top, en með glimmer í skegginu, á meðan The Guardian gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Þar segir gagnrýnandinn að platan sé hröð og skemmtileg en ætlist samt ekki til eins mikils af hlustandanum og fyrri verk hljómsveitarinnar. Annað breskt blað, The Independent, segir El Camino kröftugustu og mest heillandi rokkplötu ársins enda sé hún uppfull af grípandi lögum sem öll standi fyrir sínu. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira