Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue, ræddi tísku og blaðaútgáfu við The Guardian um síðustu helgi og ráðlagði mæðrum að fá aldrei lánuð föt dætra sinna.
„Þegar maður eldist á maður aldrei að deila fötum með dóttur sinni. Aldrei. Miðaldra kona mun aldrei líta vel út í gallajakka og stuttu pilsi, alveg sama hvernig hún er vaxin. Það eru allt of margar miðaldra konur sem klæða sig eins og tvítugar stúlkur. Ég mæli með því að þú farir í gegnum fataskápinn á fimm ára fresti og hugsir: „Get ég ennþá gengið í þessu?“ Það er alls ekki skemmtilegt, en maður neyðist til þess,“ sagði Roitfeld sem nýverið gaf út ævisögu sína, Irreverent.
