Frestað að skipta OR upp í tvö fyrirtæki 2. desember 2011 05:00 Orkukveitan Iðnaðarráðherra hefur orðið við beiðni eigendanefndar Orkuveitunnar og frestað aðskilnaði fyrirtækisins í sérleyfis- og samkeppnisstarfsemi. fréttablaðið/pjetur katrín júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orkuveitan hefur ekki gert það, heldur fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækisins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haustdögum hafi vinna við skiptinguna hafist á ný, en mat eigendanefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breytingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lánasafnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að einhvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frestun. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efnahagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjörlega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskiptingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuðum, að eiga gott samráð við alþjóðlega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
katrín júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orkuveitan hefur ekki gert það, heldur fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækisins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haustdögum hafi vinna við skiptinguna hafist á ný, en mat eigendanefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breytingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lánasafnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að einhvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frestun. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efnahagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjörlega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskiptingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuðum, að eiga gott samráð við alþjóðlega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira