Ást við fyrstu sýn hjá ritstjóra 5. desember 2011 21:00 Ragnheiður rekur sitt eigið fyrirtæki, Umemi og segir Íslendinga eiga glæsilegan hóp vöruhönnuða. Fréttablaðið/Valli „Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.Skátahnútar voru innblástur Ragnheiðar við hönnun Not Knot-púðanna.„Ég hafði verið að hekla fígúrur með langar lappir og datt í hug að hekla langar lengjur og gera eitthvað úr þeim. Ég endaði með að hnýta þær og fannst útkoman skemmtileg. Ég var í skátunum sem barn og heillaðist alltaf að mismunandi hnútum þannig að mér fannst það spennandi verkefni að rannsaka þetta frekar." Þetta er ekki fyrsta sinn sem hönnun Ragnheiðar hefur vakið aðdáun utan landsteinanna. „Ég hef verið mjög heppin síðan ég byrjaði að hanna og fengið umfjöllun um allan heim, meðal annars í Rússlandi, Kína og Taiwan. Þessir blaðamenn hafa haft samband við mig að fyrra bragði og mér finnst stundum ótrúlegt hvernig þeir fóru að því að finna mig." Öll athygli erlendis frá er af hinu góða að sögn Ragnheiðar, því draumurinn er að koma vörunum á erlendan markað. „Það er eiginlega það eina sem kemur til greina hjá mér núna og næsta ár fer í að koma vörunum mínum í búðir erlendis ásamt því að koma með nýjar vörur." -bb Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.Skátahnútar voru innblástur Ragnheiðar við hönnun Not Knot-púðanna.„Ég hafði verið að hekla fígúrur með langar lappir og datt í hug að hekla langar lengjur og gera eitthvað úr þeim. Ég endaði með að hnýta þær og fannst útkoman skemmtileg. Ég var í skátunum sem barn og heillaðist alltaf að mismunandi hnútum þannig að mér fannst það spennandi verkefni að rannsaka þetta frekar." Þetta er ekki fyrsta sinn sem hönnun Ragnheiðar hefur vakið aðdáun utan landsteinanna. „Ég hef verið mjög heppin síðan ég byrjaði að hanna og fengið umfjöllun um allan heim, meðal annars í Rússlandi, Kína og Taiwan. Þessir blaðamenn hafa haft samband við mig að fyrra bragði og mér finnst stundum ótrúlegt hvernig þeir fóru að því að finna mig." Öll athygli erlendis frá er af hinu góða að sögn Ragnheiðar, því draumurinn er að koma vörunum á erlendan markað. „Það er eiginlega það eina sem kemur til greina hjá mér núna og næsta ár fer í að koma vörunum mínum í búðir erlendis ásamt því að koma með nýjar vörur." -bb
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira