Virðing fyrir vísindunum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 6. desember 2011 06:00 Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti. Sumir telja lausnina vera nýtt flokkakerfi, aðrir vilja draga verulega úr völdum stjórnmálamanna og enn aðrir telja fámennið orsakavald og segja okkur þurfa að lifa með því. Eitt er það þó sem við getum þakkað fyrir og það er að borin er virðing fyrir vísindalegum niðurstöðum í íslenskri stjórnmálaumræðu. Í Bandaríkjunum hefur sú hrollvekjandi þróun átt sér stað að Repúblikanaflokkurinn, annar stóru stjórnmálaflokka landsins, hafnar nú vísindalegum niðurstöðum sem flokksmönnum hugnast ekki. Þannig hafnar meirihluti bandarískra þingmanna því að jörðin sé að hitna af mannavöldum þrátt fyrir að 97 til 98 prósent loftslagsvísindamanna fullyrði að svo sé. Að sama skapi hafnar stór hluti þingmanna þróunarkenningunni, af trúarlegum ástæðum frekar en nokkrum öðrum. Svona mætti áfram telja. Um þessar mundir keppist hópur manna um að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi eftir ellefu mánuði. Einungis einn frambjóðandi hefur varað við þessari þróun og borið blak af vísindunum. Sá frambjóðandi er neðstur í öllum skoðanakönnunum og þykir ekki eiga möguleika á að hljóta útnefninguna. Það er ekki lítið áhyggjuefni þegar flest bendir til þess að núverandi forseti muni eiga erfitt verk fyrir höndum með að ná endurkjöri. Þegar það þykir ekki tiltölumál að stjórnmálamenn hafni einfaldlega óþægilegum staðreyndum þarf ekki mikið að ganga á til að hlutirnir fari alvarlega út af sporinu. Góðar ákvarðanir byggjast á því að huga að fyrirliggjandi staðreyndum, jafnt þægilegum sem óþægilegum, og komast svo að niðurstöðu. Menn geta verið ósammála um niðurstöðuna en staðreyndirnar eiga menn að láta vera. Hvað sem segja má um íslenska stjórnmálaumræðu þá fer hún í það minnsta oftast fram á forsendum staðreynda. Því ber fyrir alla muni að viðhalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti. Sumir telja lausnina vera nýtt flokkakerfi, aðrir vilja draga verulega úr völdum stjórnmálamanna og enn aðrir telja fámennið orsakavald og segja okkur þurfa að lifa með því. Eitt er það þó sem við getum þakkað fyrir og það er að borin er virðing fyrir vísindalegum niðurstöðum í íslenskri stjórnmálaumræðu. Í Bandaríkjunum hefur sú hrollvekjandi þróun átt sér stað að Repúblikanaflokkurinn, annar stóru stjórnmálaflokka landsins, hafnar nú vísindalegum niðurstöðum sem flokksmönnum hugnast ekki. Þannig hafnar meirihluti bandarískra þingmanna því að jörðin sé að hitna af mannavöldum þrátt fyrir að 97 til 98 prósent loftslagsvísindamanna fullyrði að svo sé. Að sama skapi hafnar stór hluti þingmanna þróunarkenningunni, af trúarlegum ástæðum frekar en nokkrum öðrum. Svona mætti áfram telja. Um þessar mundir keppist hópur manna um að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi eftir ellefu mánuði. Einungis einn frambjóðandi hefur varað við þessari þróun og borið blak af vísindunum. Sá frambjóðandi er neðstur í öllum skoðanakönnunum og þykir ekki eiga möguleika á að hljóta útnefninguna. Það er ekki lítið áhyggjuefni þegar flest bendir til þess að núverandi forseti muni eiga erfitt verk fyrir höndum með að ná endurkjöri. Þegar það þykir ekki tiltölumál að stjórnmálamenn hafni einfaldlega óþægilegum staðreyndum þarf ekki mikið að ganga á til að hlutirnir fari alvarlega út af sporinu. Góðar ákvarðanir byggjast á því að huga að fyrirliggjandi staðreyndum, jafnt þægilegum sem óþægilegum, og komast svo að niðurstöðu. Menn geta verið ósammála um niðurstöðuna en staðreyndirnar eiga menn að láta vera. Hvað sem segja má um íslenska stjórnmálaumræðu þá fer hún í það minnsta oftast fram á forsendum staðreynda. Því ber fyrir alla muni að viðhalda.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun