Kom heim með stóran samning við Elite 16. desember 2011 16:00 Efnileg Magdalena Sara Leifsdóttir, til vinstri, tók þátt í Alþjóðlegu Elite-keppninni í Sjanghæ og heillaði forsvarsmenn Elite upp úr skónum. Hér er hún í Sjanghæ ásamt vinkonu sinni Barböru frá Serbíu. „Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrifstofunum úti í heimi og í raun loforð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tónleikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twilight-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosalega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magdalena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harður bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
„Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrifstofunum úti í heimi og í raun loforð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tónleikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twilight-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosalega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magdalena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harður bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira