Boðið að sýna á New York Fashion Week 20. desember 2011 11:30 Árið hefur verið gott fyrir Halldóru sem byrjar feril sinn af fullum krafti. „Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman," segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum." Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skóhönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýninguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta." Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upppöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni," segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dagana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári." - bb Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman," segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum." Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skóhönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýninguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta." Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upppöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni," segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dagana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári." - bb
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira