Stílhreint, rökrétt, glæsilegt Jónas Sen skrifar 22. desember 2011 20:00 KO3CD28 eftir Kjartan Ólafsson. Tónlist. K03CD28. Verk eftir Kjartan Ólafsson. Kjartan ÓLafsson. Erkitónlist. Kjartan Ólafsson er prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða, sum elektrónísk, önnur ekki. Nú er kominn út þrefaldur geisladiskur með verkum hans sem spanna hátt í þrjátíu ár. Á einum diskinum eru kammerverk, á öðrum raftónsmíðar, á þeim þriðja leikhústónlist. Það er auðheyrt að Kjartan er flínkur. Kammerverkin hans eru mörg afbragðsgóð, fallega samansett og spennandi. Og rafverkin eru oft mögnuð. Ég man að ég heillaðist af Hljómkeldu, sem ég heyrði á tónleikum um miðjan níunda áratuginn, og aftur fyrst nú. Hún hefur elst vel. Verk Kjartans eru kannski ekki alltaf aðgengileg, og sjálfsagt finnst mörgum þau framúrstefnuleg. Auðvitað spilar smekkur þar líka inn í. En það er ekki hægt að neita því að tónlistin er glæsileg, framvindan er fókuseruð og oft óvænt, en rökrétt – svona eftir á að hyggja. Þetta er stílhrein músík, og skrifuð af fagmennsku. Leikhústónlist Kjartans er sérkapítuli út af fyrir sig. Ég verð að viðurkenna að ég fer lítið í leikhús, og margar þessara tónsmíða er ég að heyra í fyrsta sinn. Þær eru lagrænar og grípandi, og virka sjálfsagt fullkomlega í því umhverfi sem þær eru hugsaðar. Tónlistin við Pétur Pan er t.d. óborganleg! Í það heila er þetta metnaðarfullur þverskurður á verkum Kjartans. Niðurstaða: Glæsileg tónlist sem lætur vel í eyrum, þrátt fyrir framandi yfirbragð. Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. K03CD28. Verk eftir Kjartan Ólafsson. Kjartan ÓLafsson. Erkitónlist. Kjartan Ólafsson er prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða, sum elektrónísk, önnur ekki. Nú er kominn út þrefaldur geisladiskur með verkum hans sem spanna hátt í þrjátíu ár. Á einum diskinum eru kammerverk, á öðrum raftónsmíðar, á þeim þriðja leikhústónlist. Það er auðheyrt að Kjartan er flínkur. Kammerverkin hans eru mörg afbragðsgóð, fallega samansett og spennandi. Og rafverkin eru oft mögnuð. Ég man að ég heillaðist af Hljómkeldu, sem ég heyrði á tónleikum um miðjan níunda áratuginn, og aftur fyrst nú. Hún hefur elst vel. Verk Kjartans eru kannski ekki alltaf aðgengileg, og sjálfsagt finnst mörgum þau framúrstefnuleg. Auðvitað spilar smekkur þar líka inn í. En það er ekki hægt að neita því að tónlistin er glæsileg, framvindan er fókuseruð og oft óvænt, en rökrétt – svona eftir á að hyggja. Þetta er stílhrein músík, og skrifuð af fagmennsku. Leikhústónlist Kjartans er sérkapítuli út af fyrir sig. Ég verð að viðurkenna að ég fer lítið í leikhús, og margar þessara tónsmíða er ég að heyra í fyrsta sinn. Þær eru lagrænar og grípandi, og virka sjálfsagt fullkomlega í því umhverfi sem þær eru hugsaðar. Tónlistin við Pétur Pan er t.d. óborganleg! Í það heila er þetta metnaðarfullur þverskurður á verkum Kjartans. Niðurstaða: Glæsileg tónlist sem lætur vel í eyrum, þrátt fyrir framandi yfirbragð.
Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira