Gleðin í gjöfunum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 21. desember 2011 06:00 Á jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í aðdraganda jólanna, er þó einmitt að kaupa eitthvað handa fjölskyldunni í jólagjöf. Ég tala nú ekki um ef ég hef góðan tíma til þess og splæsi á mig heitu kaffi með kanil niðri í bæ í leiðinni. Það er gaman að spekúlera í því hvað viðkomandi hefði gaman af að fá og hvað myndi gleðja hann eða nýtast honum vel. Handa sumum er auðvelt að finna tilvalda gjöf meðan erfiðara er að hugsa upp eitthvað sniðugt fyrir aðra. Stundum slá nokkrir í fjölskyldunni saman í eitthvað sem einhvern er búið að langa lengi í. Þá getur spunnist upp spennandi og skemmtilegt „leynimakk" sem nær hámarki í augnagotum milli manna á aðfangadagskvöld þegar viðkomandi er að opna pakkann. Ánægja þess sem jólagjöfina fær gleður gefandann ekki síður. Þess vegna leiðist mér alltaf umræðan sem fer árlega í gang í desember, um gráðuga neyslusamfélagið. Þegar sölutölum verslana í milljörðum er slengt framan í okkur í fréttum, tönnlast á yfirgengilegum verslunarferðum landans til útlanda og að „ekki sé að sjá á jólaverslun Íslendinga þetta árið að hér ríki kreppa." Að neysluhyggjan og græðgin sé að keyra hinn raunverulega boðskap jólanna í kaf og fólk ýmist hneykslast á eða öfundast út í náungann fyrir kaupin. Mér leiðist þetta tal. Leiðist að finnast ég þurfa að afsaka hverja einustu gjöf sem ég kaupi og efast stórlega um að jólaandinn felist eitthvað frekar í því að hneykslast á kaupum náungans. Að þessu sögðu er ég þó ekki að réttlæta það að fólk kaupi hluti sem það hefur ekki efni á í jólagjafir og bræði með því greiðslukortin sín langt fram á vor! Alls ekki, skynsemin verður auðvitað að ráða för í jólainnkaupum sem öðrum innkaupum heimilisins. Mér finnst bara óþarfi að taka ánægjuna úr því að kaupa jólagjöf handa einhverjum sem manni þykir vænt um með stanslausu tali um neysluhyggju, græðgi og vanþakklæti, á þessum innilegasta tíma ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun
Á jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í aðdraganda jólanna, er þó einmitt að kaupa eitthvað handa fjölskyldunni í jólagjöf. Ég tala nú ekki um ef ég hef góðan tíma til þess og splæsi á mig heitu kaffi með kanil niðri í bæ í leiðinni. Það er gaman að spekúlera í því hvað viðkomandi hefði gaman af að fá og hvað myndi gleðja hann eða nýtast honum vel. Handa sumum er auðvelt að finna tilvalda gjöf meðan erfiðara er að hugsa upp eitthvað sniðugt fyrir aðra. Stundum slá nokkrir í fjölskyldunni saman í eitthvað sem einhvern er búið að langa lengi í. Þá getur spunnist upp spennandi og skemmtilegt „leynimakk" sem nær hámarki í augnagotum milli manna á aðfangadagskvöld þegar viðkomandi er að opna pakkann. Ánægja þess sem jólagjöfina fær gleður gefandann ekki síður. Þess vegna leiðist mér alltaf umræðan sem fer árlega í gang í desember, um gráðuga neyslusamfélagið. Þegar sölutölum verslana í milljörðum er slengt framan í okkur í fréttum, tönnlast á yfirgengilegum verslunarferðum landans til útlanda og að „ekki sé að sjá á jólaverslun Íslendinga þetta árið að hér ríki kreppa." Að neysluhyggjan og græðgin sé að keyra hinn raunverulega boðskap jólanna í kaf og fólk ýmist hneykslast á eða öfundast út í náungann fyrir kaupin. Mér leiðist þetta tal. Leiðist að finnast ég þurfa að afsaka hverja einustu gjöf sem ég kaupi og efast stórlega um að jólaandinn felist eitthvað frekar í því að hneykslast á kaupum náungans. Að þessu sögðu er ég þó ekki að réttlæta það að fólk kaupi hluti sem það hefur ekki efni á í jólagjafir og bræði með því greiðslukortin sín langt fram á vor! Alls ekki, skynsemin verður auðvitað að ráða för í jólainnkaupum sem öðrum innkaupum heimilisins. Mér finnst bara óþarfi að taka ánægjuna úr því að kaupa jólagjöf handa einhverjum sem manni þykir vænt um með stanslausu tali um neysluhyggju, græðgi og vanþakklæti, á þessum innilegasta tíma ársins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun