Minna er meira Jónas Sen skrifar 22. desember 2011 15:00 Ísland með Cortes feðgum. Tónlist. Ísland. Cortes feðgar. Frost Music. Garðar Thór Cortes hefur himneska rödd. Hann syngur af einstakri tilfinningu. Ástríðan í rödd hans er svo grípandi að það er unaður að hlusta á hann syngja. Faðir hans, Garðar eldri, er líka magnaður söngvari og listamaður. Hann hefur auðgað tónlistarlíf Íslendinga meira en flestir aðrir. Feðgarnir syngja saman á geisladiski sem ber heitið Ísland. Lögin eru ástsælar söngperlur, Blítt er undir björkunum, Maístjarnan, Draumalandið, Í dag skein sól og annað í þeim dúr. Söngurinn er vissulega fagmannlegur og glæsilegur. Túlkunin er heildstæð og fókuseruð. Og það er rétta stemningin í söngnum. Vandamálið er annað. Það eru útsetningarnar. Þær stílast á Karl Olgeirsson, og í minna mæli á Harald Vigni Sveinbjörnsson. Synd væri að segja að smekkvísi hefði ráðið þar för. Útsetningarnar eru svo væmnar og yfirþyrmandi að manni verður hálf ómótt. Allstór hljómsveit spilar í útbólgnum, klisjukenndum Disney-stíl. Það er einhver Frostrósabragur á öllu sem kæmi kannski ágætlega út á stórtónleikum. Ekki á geisladiski með hugljúfum lögum sem þurfa í langflestum tilfellum bara einfalda umgjörð. Þetta er synd, vegna þess að þessi geisladiskur hefði getað orðið frábær. Listræn stjórn hefði þurft að vera miklu, miklu betri. Niðurstaða: Fallegur söngur sem drukknar í ósmekklegum útsetningum. Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Ísland. Cortes feðgar. Frost Music. Garðar Thór Cortes hefur himneska rödd. Hann syngur af einstakri tilfinningu. Ástríðan í rödd hans er svo grípandi að það er unaður að hlusta á hann syngja. Faðir hans, Garðar eldri, er líka magnaður söngvari og listamaður. Hann hefur auðgað tónlistarlíf Íslendinga meira en flestir aðrir. Feðgarnir syngja saman á geisladiski sem ber heitið Ísland. Lögin eru ástsælar söngperlur, Blítt er undir björkunum, Maístjarnan, Draumalandið, Í dag skein sól og annað í þeim dúr. Söngurinn er vissulega fagmannlegur og glæsilegur. Túlkunin er heildstæð og fókuseruð. Og það er rétta stemningin í söngnum. Vandamálið er annað. Það eru útsetningarnar. Þær stílast á Karl Olgeirsson, og í minna mæli á Harald Vigni Sveinbjörnsson. Synd væri að segja að smekkvísi hefði ráðið þar för. Útsetningarnar eru svo væmnar og yfirþyrmandi að manni verður hálf ómótt. Allstór hljómsveit spilar í útbólgnum, klisjukenndum Disney-stíl. Það er einhver Frostrósabragur á öllu sem kæmi kannski ágætlega út á stórtónleikum. Ekki á geisladiski með hugljúfum lögum sem þurfa í langflestum tilfellum bara einfalda umgjörð. Þetta er synd, vegna þess að þessi geisladiskur hefði getað orðið frábær. Listræn stjórn hefði þurft að vera miklu, miklu betri. Niðurstaða: Fallegur söngur sem drukknar í ósmekklegum útsetningum.
Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira