Umbrot í máli og myndum 22. desember 2011 19:00 Kápa bókarinnar. Ljósmyndabókin Ísland á umbrotatímum eftir Björn Erlingsson kom út á dögunum. Þar lýsir höfundurinn í máli og myndum þeim hræringum sem orðið hafa í íslensku samfélagi á liðnum misserum. Í bókinni Ísland á umbrotatímum leitast Björn Erlingsson við að lýsa með ljósmyndum og stuttum texta þeim umbrotum sem orðið hafa í íslensku þjóðlífi á undförnum misserum og áratugum. Bókin skiptist í fjóra meginkafla; hefst á eyðijörðum sveitanna sem endurspegla þær miklu breytingar sem urðu á að búsetu landsmanna á öldinnui sem leið. Annar kafli fjallar um samfélag velmegunar og efnishyggju, sá þriðji um efnahagshrunið en fjórði og síðasti kaflinn um umhverfismál. „Hugmyndin að þessari bók kviknaði upp úr hruni," segir Björn. „Ég tók saman punkta sem ég hafði skrifað og setti saman við myndir sem ét tók og þetta virkaði nokkuð vel saman. Svo vatt þetta upp á sig og úr varð þessi bók." Sumar myndanna í bókinni hafa ekki komið fyrir augu almennings áður, til dæmis úr Búsáhaldabyltingunni. Oft var Björn í hringiðu atburðanna, ein myndin sýnir hann sjálfan til dæmis þrútinn í augum eftir að hafa fengið piparúða yfir sig. „Ég vildi komast sem næst atburðunum en gætti mig jafnframt á því að hafa ekki áhrif á framvinduna, því markmiðið var eingöngu að ná myndum og „dokúmentera" það sem var að gerast." Björn hefur áður gefið út ljósmyndabókina Allra veðra von, frá 2003, sem gekk meira út á náttúrustemningu og ljóðrænu. „Bækurnar kallast hins vegar að vissu leyti á, þær eru unnar út frá ákveðnu þema, brotstærðin er sú sama og textinn bæði á íslensku og ensku. Það er aldrei að vita nema ég geri fleiri verk í þessum dúr og þrói þetta út í sérstakan bókaflokk." Bókin kemur út á vegum forlagsins Kjöls, sem Björn starfrækir sjálfur en hann er bókbindari að mennt og starfar sem slíkur, en hefur einnig numið ljósmyndun." „Þessi kunnátta hefur nýst mér vel, ég sé um hönnun bókarinnar, umbrot og bókband. Ég þyrfti bara að prenta bókina líka til að teljast algjörlega sjálfbær með hana." bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljósmyndabókin Ísland á umbrotatímum eftir Björn Erlingsson kom út á dögunum. Þar lýsir höfundurinn í máli og myndum þeim hræringum sem orðið hafa í íslensku samfélagi á liðnum misserum. Í bókinni Ísland á umbrotatímum leitast Björn Erlingsson við að lýsa með ljósmyndum og stuttum texta þeim umbrotum sem orðið hafa í íslensku þjóðlífi á undförnum misserum og áratugum. Bókin skiptist í fjóra meginkafla; hefst á eyðijörðum sveitanna sem endurspegla þær miklu breytingar sem urðu á að búsetu landsmanna á öldinnui sem leið. Annar kafli fjallar um samfélag velmegunar og efnishyggju, sá þriðji um efnahagshrunið en fjórði og síðasti kaflinn um umhverfismál. „Hugmyndin að þessari bók kviknaði upp úr hruni," segir Björn. „Ég tók saman punkta sem ég hafði skrifað og setti saman við myndir sem ét tók og þetta virkaði nokkuð vel saman. Svo vatt þetta upp á sig og úr varð þessi bók." Sumar myndanna í bókinni hafa ekki komið fyrir augu almennings áður, til dæmis úr Búsáhaldabyltingunni. Oft var Björn í hringiðu atburðanna, ein myndin sýnir hann sjálfan til dæmis þrútinn í augum eftir að hafa fengið piparúða yfir sig. „Ég vildi komast sem næst atburðunum en gætti mig jafnframt á því að hafa ekki áhrif á framvinduna, því markmiðið var eingöngu að ná myndum og „dokúmentera" það sem var að gerast." Björn hefur áður gefið út ljósmyndabókina Allra veðra von, frá 2003, sem gekk meira út á náttúrustemningu og ljóðrænu. „Bækurnar kallast hins vegar að vissu leyti á, þær eru unnar út frá ákveðnu þema, brotstærðin er sú sama og textinn bæði á íslensku og ensku. Það er aldrei að vita nema ég geri fleiri verk í þessum dúr og þrói þetta út í sérstakan bókaflokk." Bókin kemur út á vegum forlagsins Kjöls, sem Björn starfrækir sjálfur en hann er bókbindari að mennt og starfar sem slíkur, en hefur einnig numið ljósmyndun." „Þessi kunnátta hefur nýst mér vel, ég sé um hönnun bókarinnar, umbrot og bókband. Ég þyrfti bara að prenta bókina líka til að teljast algjörlega sjálfbær með hana." bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira