Dauði, skattar og jólin koma Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. desember 2011 06:00 Jæja. Þá er runnin upp blessuð Þorláksmessan. Þau okkar sem þekkja daginn betur undir heitinu „ég-veit-að-jólainnkaupin-eru-formlega-orðin-sein-hjá-mér-svo-viltu-ekki-yfir-mér-messa" vitum hvað bíður okkar: Leit að bílastæði, tómar hillur, panikk-kast og loks stöðumælasekt. Þau sem keyptu jólagjafirnar á sumarútsölunum og pökkuðu þeim inn undir berum himni í garðinum með vitin full af angan af nýslegnu grasi og grillpinnum spyrja vafalaust hvers vegna við huguðum ekki að þessu fyrr. Það er jú ekkert öruggt í þessu lífi annað en dauðinn, skattar og að jólin koma. Einhverjir kunna að svara því til að ástæðan sé skipulagsleysi, skortur á framsýni, jafnvel almenn leti. Ekki ég. Ástæða þess að ég mun slást um dreggjar jólaverslunarinnar í dag með olnbogana að vopni er einföld. Ég er ásótt af anda rusls liðinna jóla. Geymslur um land allt eru fullar af varningi sem ein jól allir þurftu að eignast. En litskrúðugur gjafapappírinn utan af herlegheitunum hafði ekki fyrr blandast í ruslafötunni kalkúnahræinu og rauðkálinu sem enginn vildi en í ljós kom að notagildið var ekkert. Óttinn við að íþyngja þannig geymsluplássi fólks veldur því að ég skelf við tilhugsunina um jólagjafakaup og ýti þeim á undan mér alveg þar til kæfandi skötufnykurinn verður til þess að afneitunin snöggrennur af mér. Sumum kann að þykja þetta aum afsökun. Eftirfarandi eru dæmi um hvernig jólagjafakaupin geta farið úrskeiðis. Ég skora á þig, lesandi góður, að fyllast ekki lamandi ótta við upptalninguna.Sundlaugarbláa fótanuddtækið frá danska raftækjaframleiðandanum Clairol seldist í 14.000 eintökum fyrir jólin 1982 í Radíóbúðinni sálugu. Á mínu heimili hefur það æ síðan geymt grifflur og legghlífar sömu jóla.Síðar sama áratug bar Radíóbúðin ábyrgð á háværustu jólum sítt að aftan tímabilsins þegar allir drengir fengu Lazer-Tag byssur í jólagjöf. Skaðræðisvælið er kvað við í hvert sinn sem skotið var í mark varð til þess að gefandinn fékk þrálátan hiksta.Óþarft er að fjölyrða um hið mikla fjaðrafok kringum ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness frá 2003. Þar sem ég skemmti mér yfir lesningunni tók háskólaprófið mitt í sagnfræði að visna á köntunum svo bókin var færð niður í geymslu af öryggisástæðum.Sem kornabarn fékk ég í jólagjöf flúrað skjal. Um var að ræða hlut í óskabarni þjóðarinnar, Eimskipafélagi Íslands. Þrjátíu árum síðar var táknrænn pappírssnepillinn meira virði en það sem hann stóð fyrir. Sjáumst í búðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Jæja. Þá er runnin upp blessuð Þorláksmessan. Þau okkar sem þekkja daginn betur undir heitinu „ég-veit-að-jólainnkaupin-eru-formlega-orðin-sein-hjá-mér-svo-viltu-ekki-yfir-mér-messa" vitum hvað bíður okkar: Leit að bílastæði, tómar hillur, panikk-kast og loks stöðumælasekt. Þau sem keyptu jólagjafirnar á sumarútsölunum og pökkuðu þeim inn undir berum himni í garðinum með vitin full af angan af nýslegnu grasi og grillpinnum spyrja vafalaust hvers vegna við huguðum ekki að þessu fyrr. Það er jú ekkert öruggt í þessu lífi annað en dauðinn, skattar og að jólin koma. Einhverjir kunna að svara því til að ástæðan sé skipulagsleysi, skortur á framsýni, jafnvel almenn leti. Ekki ég. Ástæða þess að ég mun slást um dreggjar jólaverslunarinnar í dag með olnbogana að vopni er einföld. Ég er ásótt af anda rusls liðinna jóla. Geymslur um land allt eru fullar af varningi sem ein jól allir þurftu að eignast. En litskrúðugur gjafapappírinn utan af herlegheitunum hafði ekki fyrr blandast í ruslafötunni kalkúnahræinu og rauðkálinu sem enginn vildi en í ljós kom að notagildið var ekkert. Óttinn við að íþyngja þannig geymsluplássi fólks veldur því að ég skelf við tilhugsunina um jólagjafakaup og ýti þeim á undan mér alveg þar til kæfandi skötufnykurinn verður til þess að afneitunin snöggrennur af mér. Sumum kann að þykja þetta aum afsökun. Eftirfarandi eru dæmi um hvernig jólagjafakaupin geta farið úrskeiðis. Ég skora á þig, lesandi góður, að fyllast ekki lamandi ótta við upptalninguna.Sundlaugarbláa fótanuddtækið frá danska raftækjaframleiðandanum Clairol seldist í 14.000 eintökum fyrir jólin 1982 í Radíóbúðinni sálugu. Á mínu heimili hefur það æ síðan geymt grifflur og legghlífar sömu jóla.Síðar sama áratug bar Radíóbúðin ábyrgð á háværustu jólum sítt að aftan tímabilsins þegar allir drengir fengu Lazer-Tag byssur í jólagjöf. Skaðræðisvælið er kvað við í hvert sinn sem skotið var í mark varð til þess að gefandinn fékk þrálátan hiksta.Óþarft er að fjölyrða um hið mikla fjaðrafok kringum ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness frá 2003. Þar sem ég skemmti mér yfir lesningunni tók háskólaprófið mitt í sagnfræði að visna á köntunum svo bókin var færð niður í geymslu af öryggisástæðum.Sem kornabarn fékk ég í jólagjöf flúrað skjal. Um var að ræða hlut í óskabarni þjóðarinnar, Eimskipafélagi Íslands. Þrjátíu árum síðar var táknrænn pappírssnepillinn meira virði en það sem hann stóð fyrir. Sjáumst í búðunum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun