Hélt fyrst upp á jólin á Íslandi 1. nóvember 2011 00:01 Manal Aleedy býr á Akranesi ásamt börnum sínum þremur, þeim Söru, Mariyam og Hamoudi. Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands frá Írak og settust að á Akranesi. Einn þeirra er Manal Aleedy, sem býr þar í bæ ásamt börnum sínum þremur, þeim Söru, Mariyam og Hamoudi. Manal og börnin hafa aðlagast vel á Akranesi. Börnin ganga í Brekkubæjarskóla og Manal hefur unnið á leikskólanum Vallaseli. Nú stundar hún nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þriðju jól fjölskyldunnar á Íslandi eru á næsta leiti og er Manal þegar farin að hlakka til. Hún er múslimi og hafði ekki haldið jól fyrr en hún kom til Íslands. Nú drekkur hún hins vegar í sig íslenskar jólahefðir. „Ég vil halda íslensk jól og finnst þetta voðalega gaman. Ég skreyti mikið, kaupi jólatré og ég og vinkona mín hittumst og höldum veislu á aðfangadag þar sem allir fá pakka. Börnunum finnst þetta mjög spennandi og setja öll skóinn út í glugga," segir Manal. Henni líður afar vel á Akranesi og er fjölskyldan nýflutt í nýja íbúð með útsýni yfir Langasand og flóann. „Ég er ekki mjög hrifin af Reykjavík. Þar er svo mikið af fólki og bílum. Hér er allt rólegt og lítið og allir eru góðir," segir Manal. En ætli hún hafi hugsað sér að baka smákökur? „Ég kann ekki að baka smákökur en ég er búin að biðja vinkonu mína að kenna mér og kannski gerum við það þessi jól. Ég er samt búin að læra að elda fisk, kjötbollur, lasagna, pasta og annan mat sem Íslendingar borða og finnst það mjög gaman." - ve Palestína Akranes Mest lesið Jólamolar: Viðhorfið til jólanna breyttist þegar hann fór að vinna á leikskóla Jól Jóladagatal Vísis: Jólalagið sem allir og amma þeirra elska Jól Klassískt lag úr Mamma Mia! léttir lundina Jól Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól
Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands frá Írak og settust að á Akranesi. Einn þeirra er Manal Aleedy, sem býr þar í bæ ásamt börnum sínum þremur, þeim Söru, Mariyam og Hamoudi. Manal og börnin hafa aðlagast vel á Akranesi. Börnin ganga í Brekkubæjarskóla og Manal hefur unnið á leikskólanum Vallaseli. Nú stundar hún nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þriðju jól fjölskyldunnar á Íslandi eru á næsta leiti og er Manal þegar farin að hlakka til. Hún er múslimi og hafði ekki haldið jól fyrr en hún kom til Íslands. Nú drekkur hún hins vegar í sig íslenskar jólahefðir. „Ég vil halda íslensk jól og finnst þetta voðalega gaman. Ég skreyti mikið, kaupi jólatré og ég og vinkona mín hittumst og höldum veislu á aðfangadag þar sem allir fá pakka. Börnunum finnst þetta mjög spennandi og setja öll skóinn út í glugga," segir Manal. Henni líður afar vel á Akranesi og er fjölskyldan nýflutt í nýja íbúð með útsýni yfir Langasand og flóann. „Ég er ekki mjög hrifin af Reykjavík. Þar er svo mikið af fólki og bílum. Hér er allt rólegt og lítið og allir eru góðir," segir Manal. En ætli hún hafi hugsað sér að baka smákökur? „Ég kann ekki að baka smákökur en ég er búin að biðja vinkonu mína að kenna mér og kannski gerum við það þessi jól. Ég er samt búin að læra að elda fisk, kjötbollur, lasagna, pasta og annan mat sem Íslendingar borða og finnst það mjög gaman." - ve
Palestína Akranes Mest lesið Jólamolar: Viðhorfið til jólanna breyttist þegar hann fór að vinna á leikskóla Jól Jóladagatal Vísis: Jólalagið sem allir og amma þeirra elska Jól Klassískt lag úr Mamma Mia! léttir lundina Jól Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól