Handbolti

Íslendingar í eldlínunni í danska og sænska handboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ingimundur tekur hér á Mikkel Hansen fyrr í vetur.
Ingimundur tekur hér á Mikkel Hansen fyrr í vetur.

Lið Ingimundar Ingimundarsonar, AaB, tapaði á heimavelli gegn Kolding í kvöld. Lokatölur 34-36 en Ingimundur lék ekki með AaB að þessu sinni. AaB í sjötta sæti deildarinnar.

Gísli Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir FF, Kbh sem vann góðan útisigur á Midtjylland, 24-28. Liðið er samt í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, steinlá á útivelli gegn Skövde, 39-30, í sænsku úrvalsdeildinni. Haukar Andrésson, bróðir þjálfarans, skoraði fjögur mörk í leiknum.

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Drott töpuðu svo naumlega, 23-24, á heimavelli gegn Ystads. Gunnar Steinn skoraði þrjú mörk í leiknum, þar af eitt úr víti.

GUIF er í öðru sæti deildarinnar en Drott er í því sjöunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×