Hjólandi frá Keflavík til Kína Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2011 06:00 Ég er stundum spurð að því hvernig ég hafi efni á flugmiðum út fyrir Evrópu. Úr hvaða hyldýpi ég grafi upp fé í slíkan lúxus. Svarið er þetta: Ég á ekki 1000 kílóa lúxusflykki sem notar rándýran orkugjafa og heitir bíll. Samkvæmt FÍB gæti kostnaður við nýjan bíl verið 1,1 milljón á ári - með bensíni, tryggingum, afskriftum og öllu. Það eru 92.000 á mánuði. Einn flugmiði þar, frá London til Peking - á fjögurra vikna fresti. Alltof há tala fyrir einhvern? Örugglega. FÍB miðar við skuggalegan dýran bíl og mikinn akstur. Segjum því 500.000 krónur á ári í bílrekstur og að ég þurfi 50.000 vegna hjólsins míns. Mismunurinn er tveir flugmiðar hringinn í kringum jörðina með fimm stoppum. Eða tveggja mánaða bakpokaferðalag til Indlands - með flugmiðum. Ósanngjarnt að stilla þessu upp svona? Að bílaeign sé, líkt og flugmiðar, lúxus en ekki nauðsyn - val fólks en ekki staðalbúnaður á hvert heimili? Hugsanlega - fyrir þá sem af ýmsum ástæðum geta ekki annað en búið langt frá vinnu, geta ekki komið sér þangað með almenningssamgöngum, finnst of langt að hjóla og fengu einungis dagforeldra hinum megin í bænum. En það eru ekki allir í þeirri stöðu. Bílaeign getur verið lúxus án þess að hún sé nokkru sinni skilgreind þannig. Menn horfa ef til vill í aurinn þegar kemur að matvöru eða bók eða strætókorti en fylla tankinn og láta gera við bílinn fyrir formúu - því það er nauðsynlegt - án þess að spyrja: Er nauðsyn að eiga þennan bíl? Ég keypti bíl þegar ég var tvítug. Svona af því að það var eitthvað sem maður gerði, einhvers konar eðlilegur hluti af tilvistinni. Þurfti ég bíl? Nei. Notaði ég hann? Já, hvert sem ég fór - á Akranesi … Gripurinn hafði fallið um 300.000 krónur í verði þegar ég seldi hann aftur rúmu ári síðar. Frábært. Eftir á fannst mér þetta svo galin fjárfesting að ég ákvað að kaupa ekki bíl aftur fyrr en algjöra nauðsyn bæri til. Hvernig getur það að eiga bíl líka verið eðlilegt en það að eiga ekki bíl verið ákvörðun? Af hverju er það ekki öfugt - að það sé meiri háttar ákvörðun að fjárfesta í fokdýru, bensínspúandi tæki sem bryður peninga? Með því að nota eigin orku til að flytja sig á milli húsa - í stað bensínorku - má í ofanálag spara stórar summur í líkamsræktarstöðvum. Þannig má bæði hjóla og græða á daginn og grilla allsvakalega um kvöldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Ég er stundum spurð að því hvernig ég hafi efni á flugmiðum út fyrir Evrópu. Úr hvaða hyldýpi ég grafi upp fé í slíkan lúxus. Svarið er þetta: Ég á ekki 1000 kílóa lúxusflykki sem notar rándýran orkugjafa og heitir bíll. Samkvæmt FÍB gæti kostnaður við nýjan bíl verið 1,1 milljón á ári - með bensíni, tryggingum, afskriftum og öllu. Það eru 92.000 á mánuði. Einn flugmiði þar, frá London til Peking - á fjögurra vikna fresti. Alltof há tala fyrir einhvern? Örugglega. FÍB miðar við skuggalegan dýran bíl og mikinn akstur. Segjum því 500.000 krónur á ári í bílrekstur og að ég þurfi 50.000 vegna hjólsins míns. Mismunurinn er tveir flugmiðar hringinn í kringum jörðina með fimm stoppum. Eða tveggja mánaða bakpokaferðalag til Indlands - með flugmiðum. Ósanngjarnt að stilla þessu upp svona? Að bílaeign sé, líkt og flugmiðar, lúxus en ekki nauðsyn - val fólks en ekki staðalbúnaður á hvert heimili? Hugsanlega - fyrir þá sem af ýmsum ástæðum geta ekki annað en búið langt frá vinnu, geta ekki komið sér þangað með almenningssamgöngum, finnst of langt að hjóla og fengu einungis dagforeldra hinum megin í bænum. En það eru ekki allir í þeirri stöðu. Bílaeign getur verið lúxus án þess að hún sé nokkru sinni skilgreind þannig. Menn horfa ef til vill í aurinn þegar kemur að matvöru eða bók eða strætókorti en fylla tankinn og láta gera við bílinn fyrir formúu - því það er nauðsynlegt - án þess að spyrja: Er nauðsyn að eiga þennan bíl? Ég keypti bíl þegar ég var tvítug. Svona af því að það var eitthvað sem maður gerði, einhvers konar eðlilegur hluti af tilvistinni. Þurfti ég bíl? Nei. Notaði ég hann? Já, hvert sem ég fór - á Akranesi … Gripurinn hafði fallið um 300.000 krónur í verði þegar ég seldi hann aftur rúmu ári síðar. Frábært. Eftir á fannst mér þetta svo galin fjárfesting að ég ákvað að kaupa ekki bíl aftur fyrr en algjöra nauðsyn bæri til. Hvernig getur það að eiga bíl líka verið eðlilegt en það að eiga ekki bíl verið ákvörðun? Af hverju er það ekki öfugt - að það sé meiri háttar ákvörðun að fjárfesta í fokdýru, bensínspúandi tæki sem bryður peninga? Með því að nota eigin orku til að flytja sig á milli húsa - í stað bensínorku - má í ofanálag spara stórar summur í líkamsræktarstöðvum. Þannig má bæði hjóla og græða á daginn og grilla allsvakalega um kvöldið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun