Handbolti

Einar: Spiluðum virkilega vel síðustu 45 mínúturnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram, leyst ekki á blikuna í byrjun leiks.
Einar Jónsson, þjálfari Fram, leyst ekki á blikuna í byrjun leiks. Mynd/Daníel
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eftir allt saman nokkuð ánægður með leikinn í kvöld. Framarar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Blomberg-Lippe í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fram var á tímabili tíu mörkum undir í leiknum en náðu með harðfylgni að komast aftur inn í leikinn.

„Liðið var ein taugahrúga í upphafi og stelpurnar þorðu ekki að taka almennilega af skarið,"sagði Einar.

„Síðustu 45 mínúturnar fannst mér alveg frábærar hjá stelpunum. Vörnin var í raun fín allan leikinn en sóknarleikurinn var að stríða okkur á köflum".

Stella Sigurðardóttir átti frábæran leik í kvöld en hún skoraði níu mörk fyrir Fram. Stella hefur verið að glíma við erfið meiðsli og hefur verið fjarverandi í töluverðan tíma.

„Stella Sigurðardóttir var alveg frábær í kvöld og það munar alveg gríðarlega miklu fyrir okkur að vera komin með hana til baka úr meiðslum. Að mínu mati er þetta bara í okkar höndum, ég vill sjá alveg fullt hús á morgun og þá lofa ég því að við förum áfram,"sagði Einar brattur eftir leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×