Guardiola: Við erum til í tuskið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2011 12:31 Nordic Photos / AFP Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að sínir leikmenn verði tilbúnir í hvað sem er ef Arsenal ætlar að beita einhverri hörku í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Liðin mætast á Emirates-vellinum í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Arsenal mun reyna að hefna ófaranna frá því í fyrra er Börsungar slógu liðið úr leik í fjórðungsúrslitum, 6-3 samanlagt. Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, hvatti liðsfélaga sína fyrr í vikunni til að láta hressilega til sín taka í leiknum og sýna enga vægð. „Þeim er velkomið að gera það sem þeir vilja en en við erum tilbúnir," sagði Guardiola. „Þeir voru líka fastir fyrir í fyrra en þá tókst þeim ekki að ná boltanum. Við tókum hann af þeim." „Þeir reynu að pressa á okkur og beita líkamlegum styrk en þar sem við vorum með boltann neyddust þeir til að elta hann." „Arsenal vill örugglega ekki tapa ofur og því á ég von á þeir muni reyna að pressa á okkur eins þeir gerðu í fyrra." Þrátt fyrir að Barcelona sé eitt allra sterkasta lið heims hefur liðinu enn ekki tekist að vinna leik á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Í fyrra féll liðið úr leik í undanúrslitum er liðið tapaði fyrir Inter. „Ég tel að þessi leikur sé kjörið tækifæri til að breyta þessu. En það sama má segja um alla aðra leiki sem okkur tókst ekki að vinna." „Við höfum spilað vel á köflum á útivelli en þetta er samt eitthvað sem við erum ekki að velta mikið fyrir okkur." „Ég á hvorki von á þægilegum eða auðveldum leik en þessi rimma mun ekki ráðast í kvöld. Hún mun ráðast á Nou Camp eftir þrjár vikur." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að sínir leikmenn verði tilbúnir í hvað sem er ef Arsenal ætlar að beita einhverri hörku í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Liðin mætast á Emirates-vellinum í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Arsenal mun reyna að hefna ófaranna frá því í fyrra er Börsungar slógu liðið úr leik í fjórðungsúrslitum, 6-3 samanlagt. Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, hvatti liðsfélaga sína fyrr í vikunni til að láta hressilega til sín taka í leiknum og sýna enga vægð. „Þeim er velkomið að gera það sem þeir vilja en en við erum tilbúnir," sagði Guardiola. „Þeir voru líka fastir fyrir í fyrra en þá tókst þeim ekki að ná boltanum. Við tókum hann af þeim." „Þeir reynu að pressa á okkur og beita líkamlegum styrk en þar sem við vorum með boltann neyddust þeir til að elta hann." „Arsenal vill örugglega ekki tapa ofur og því á ég von á þeir muni reyna að pressa á okkur eins þeir gerðu í fyrra." Þrátt fyrir að Barcelona sé eitt allra sterkasta lið heims hefur liðinu enn ekki tekist að vinna leik á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Í fyrra féll liðið úr leik í undanúrslitum er liðið tapaði fyrir Inter. „Ég tel að þessi leikur sé kjörið tækifæri til að breyta þessu. En það sama má segja um alla aðra leiki sem okkur tókst ekki að vinna." „Við höfum spilað vel á köflum á útivelli en þetta er samt eitthvað sem við erum ekki að velta mikið fyrir okkur." „Ég á hvorki von á þægilegum eða auðveldum leik en þessi rimma mun ekki ráðast í kvöld. Hún mun ráðast á Nou Camp eftir þrjár vikur."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Sjá meira