Handbolti

Kári og félagar misstu niður unninn leik á móti Rhein-Neckar Löwen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Kári Kristjánsson og félagar í HSG Wetzlar voru afar nálægt því að vinna Rhein-Neckar Löwen á útivelli í þýska handboltanum í dag en lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu að bjarga stiginu í lokin.

Wetzlar var 15-14 yfir í hálfleik og var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar fjórar mínútur voru eftir. Rhein-Neckar Löwen liðið skoraði þrjú síðustu mörkin leiksins og tryggði sér jafntefli. Uwe Gensheimer skoraði jöfnunarmarkið fjórtán sekúndum fyrir leikslok en það var tíunda mark hans í leiknum.

Kári skoraði fimm mörk fyrir Wetzlar í leiknum þar af fjögur þeirra í fyrri hálfleiknum. Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen, Róbert Gunnarsson komst ekki á blað og Guðjón Valur Sigurðsson var ekki með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×