Góður biti í hundskjaft Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. janúar 2011 06:00 Little Fockers. Bíó Little Fockers Leikstjóri: Paul WeitzAðalhlutverk: Robert De Niro, Ben Stiller, Owen Wilson, Blythe Danner, Teri Polo, Jessica Alba, Dustin Hoffman, Barbra Streisand.Í þriðja sinn fáum við að fylgjast með ævintýrum Gaylords Focker og fjölskyldu hans. Þessu úr sér gengna orðagríni hlær fólk enn að og Little Fockers er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag. Gaylord á enn í köldu stríði við tengdó og í þetta sinn er vígvöllurinn afmælisveisla litlu Focker-tvíburanna.Sú arinhilla er ekki til í heiminum sem myndi rúma alla þá verðlaunagripi sem leikarahópur myndarinnar hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Robert De Niro og Dustin Hoffman voru meðal allra virtustu leikara Hollywood á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Samanlagt hafa þeir verið tilnefndir þrettán sinnum til Óskarsverðlauna og unnið þau fjórum sinnum. Hvernig getur dómgreind slíkra manna orðið það slæm að þeir ákveða að taka þátt í jafn dapurri framleiðslu og þessari?Little Fockers er ekki versta kvikmynd ársins 2010, og sennilega gerðist ég sekur um að brosa út í annað nokkrum sinnum. Ef fólki nægir að geta glott yfir gamanmyndum þá mun það vafalaust skemmta sér ágætlega. Ég hvet þó fólk til að gera meiri kröfur en það. Á meðan svona myndir fara beint á topp vinsældalistanna er engin ástæða til að gera betur. Þessi hæfileikaríki mannskapur á nefnilega að vera fær um að gera eitthvað sprenghlægilegt og stórmerkilegt.Niðurstaða: Ekki mikið um hlátur hér. Sóun á góðum mannafla. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó Little Fockers Leikstjóri: Paul WeitzAðalhlutverk: Robert De Niro, Ben Stiller, Owen Wilson, Blythe Danner, Teri Polo, Jessica Alba, Dustin Hoffman, Barbra Streisand.Í þriðja sinn fáum við að fylgjast með ævintýrum Gaylords Focker og fjölskyldu hans. Þessu úr sér gengna orðagríni hlær fólk enn að og Little Fockers er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag. Gaylord á enn í köldu stríði við tengdó og í þetta sinn er vígvöllurinn afmælisveisla litlu Focker-tvíburanna.Sú arinhilla er ekki til í heiminum sem myndi rúma alla þá verðlaunagripi sem leikarahópur myndarinnar hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Robert De Niro og Dustin Hoffman voru meðal allra virtustu leikara Hollywood á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Samanlagt hafa þeir verið tilnefndir þrettán sinnum til Óskarsverðlauna og unnið þau fjórum sinnum. Hvernig getur dómgreind slíkra manna orðið það slæm að þeir ákveða að taka þátt í jafn dapurri framleiðslu og þessari?Little Fockers er ekki versta kvikmynd ársins 2010, og sennilega gerðist ég sekur um að brosa út í annað nokkrum sinnum. Ef fólki nægir að geta glott yfir gamanmyndum þá mun það vafalaust skemmta sér ágætlega. Ég hvet þó fólk til að gera meiri kröfur en það. Á meðan svona myndir fara beint á topp vinsældalistanna er engin ástæða til að gera betur. Þessi hæfileikaríki mannskapur á nefnilega að vera fær um að gera eitthvað sprenghlægilegt og stórmerkilegt.Niðurstaða: Ekki mikið um hlátur hér. Sóun á góðum mannafla.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira