Norska sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því í dag að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé mögulega á leið til Brann. Umboðsmaður hans vildi ekkert útiloka.
Samningur Birkis við Viking í Stafangri rann út í sumar og hefur hann verið að leita sér að félagi síðan þá. Umboðsmaður hans, Jim Solbakken, segir að Birkir hafi fengið tilboð frá mörgum félögum í sex Evrópulöndum og að stefnan sé tekin á að spila utan Noregs.
„Það eru mörg norsk félög sem hafa boðið Birki samning," sagði hann. „En við göngum út frá því að hann spili í Evrópu og hef ég verið að vinna að því. En í fótbolta er aldrei hægt að útiloka neitt," bætti Solbakken við.
Birkir orðaður við Brann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús
Enski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport