Handbolti

Jesper Nielsen vill selja Rhein Neckar Löwen

Jesper "Kasi" Nielsen vill reyna að selja þýska handboltaliðið Rhein Neckar Löwen.
Jesper "Kasi" Nielsen vill reyna að selja þýska handboltaliðið Rhein Neckar Löwen.
Eigandi danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn, Jesper "Kasi" Nielsen, segir í viðtali við danska dagblaðið Jyllands-Posten að hann ætli að selja þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari Löwen og Róbert Gunnarsson landsliðsmaður er leikmaður hjá þýska liðinu.

„Kasi" segir að hann þurfi að losa sig við eignina til þess að fá lausafé en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að eiga tvö af stærstu handboltafélögum í Evrópu, sem gæti á einhverjum tímapunkti leikið gegn hvort öðru í Evrópukeppni eða Meistaradeild Evrópu.

Forráðamenn þýska liðsins hafa ekki verið ánægðir með „Kasi" á undanförnum vikum og mánuðum . Að þeirra mati hefur eigandinn ekki lagt sig fram við rekstur félagsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson tengist einnig RN-Löwen en hann mun ganga til liðs við félagið eftir að keppnistímabilinu lýkur í vor. Alexander leikur með Fücshe Berlín sem Dagur Sigurðsson þjálfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×