Handbolti

Snorri Steinn kemur ekki í leikinn gegn Finnum | óvissa með EM

Það ríkir óvissa um þátttöku Snorra Steins Guðjónssonar á EM.
Það ríkir óvissa um þátttöku Snorra Steins Guðjónssonar á EM. Mynd/Vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður úr danska meistaraliðinu AG í Kaupmannahöfn, kemur ekki til með að leika æfingaleikinn gegn Finnum á föstudagskvöld með íslenska landsliðinu. Óvissa ríkir með þátttöku Snorra á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en Snorri og sambýliskona hans eignuðust sitt annað barn um s.l. helgi.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Króatíu á EM og fer hann fram á mánudaginn. Snorri, sem er einn leikreyndasti leikmaður Íslands, hefur ekki æft með íslenska liðinu á undanförnum vikum. Samkvæmt heimildum Vísis verður ákvörðun tekin um helgina hvort Snorri taki þátt á Evrópumeistaramótinu.

Ísland er í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu. Fyrsti leikur Íslands er á mánudaginn gegn Króatíu, á miðvikudag mætir Ísland Norðmönnum og á föstudaginn er lokaleikurinn gegn Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×