Körfubolti

Pálína: Stutt að fara í Njarðvík en leikurinn verður erfiður

„Það er stutt að fara í Njarðvík en þetta verður ekki léttur leikur," Pálína Gunnlaugsdóttir fyrirliði bikarmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik þegar hún var innt eftir því hvort það væri ekki stutt að fara í léttann leik í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar gegn Njarðvík. Dregið var í 8-liða úrslitum kepninnar í höfuðstöðvum Vífilfells í gær.

„Þær eru með hörkugott lið í Njarðvík í ár, og Sverrir (Þór Sverrisson) þjálfari er að gera góða hluti með liðið," bætti hún við en Pálína svaraði flestum spurningum eins og þaulvanur stjórnmálamaður.

Það er ljóst að eitt lið úr næst efstu deild í kvennaboltanum kemst í undanúrsliti en Stjarnan tekur á móti Grindavík. Hin sex liðin eru öll úr Iceland Express deildinni og þar mætir Njarðvík – Keflavík, Haukar úr Hafnarfirði taka á mót Hamri úr Hveragerði. Fjölnir úr Grafarvogi leikur gegn Snæfelli úr Stykkishólmi.

Fyrirliðinn vonast eftir að stuðningsmenn beggja liða fjölmenni á grannaslaginn í „Ljónagryfjunni". „Stemningin verður mjög góð og ég býst við að það verði mjög vel mætt. Það er skemmtilegt því það er ekki alltaf vel mætt á kvennaleiki. Það verður gaman að fara í Njarðvík og spila við þær en ég veit ekki hvort við séum að spila um „montréttinn" það er alltaf einhver rígur þarna á milli, en megi betra liðið sigra," sagði Pálína og hélt „pókerandlitinu" þegar hún var spurð að því hvort hún væri ekki að meina að Keflavík væri betra lið og myndi vinna Njarðvík létt.

„Eins og ég segi ef við mætum og spilum okkar leik og sýnum hvað við getum þá ættum við að vera í ágætis málum," sagði Pálína og glotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×