Tiltölulega lítt þekktur kylfingur Robert Rock gerði sér lítið fyrir og sigraði Abu Dhabi HSBC golfmótið á evrópskumótaröðinni í golfi og stóðst pressuna á að vera með Tiger Woods í lokahollinu.
Robert Rock lék frábært golf nú í morgun og náði góðri forystu sem hann náði að hanga á þegar taugartitringur fór að gera vart við sig undir lokin. Rock endaði á 13 undir pari, höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy og tveimur höggum á undan Thomas Bjorn, Graeme McDowell og Tiger Woods.
Tiger náði sér ekki á strik í dag og voru upphafshögginn sérstaklega að stríða honum. Tiger var efstur fyrir lokahringinn.
