Handbolti

Norskur handboltakappi vann 26 milljónir á pókermóti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spanne er hér til vinstri á myndinni.
Spanne er hér til vinstri á myndinni. Nordic Photos / AFP
Christian Lillenes Spanne, norskur handboltakappi sem leikur með Wisla Plock í Póllandi, gerði sér lítið fyrir og vann sér inn heilar 26 milljónir fyrir að bera sigur úr býtum á fjölmennu pókermóti á internetinu síðastliðna nótt.

Spanne var einn 812 þátttakenda á mótinu en hver þeirra þurfti að borga 259 þúsund krónur í þátttökugjald. Svo fór að hann stóð uppi sem sigurvegari í þessu sterka móti.

Hann sagðist í samtali við norska fjölmiðla vera hæstánægður með árangurin og að það hafi verið erfitt að einbeita sér á æfingu með Wisla Plock í dag.

Spanne segist vera hálfatvinnumaður í póker og að hann reyni að taka í eins mörgum mótum og mögulegt er. Honum stendur nú til boða að taka þátt í stóru móti í Las Vegas í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×