Xherdan Shaqiri, stjarna svissneska 21 árs landsliðsins á Evrópumótinu í fyrra, hefur skrifað undir fjögurra ára samning við þýska stórliðið Bayern München. Shaqiri mun ganga til liðs við Bayern í júlí.
Shaqiri skrifaði undir samning til ársins 2016 en það er talið að Bayern borgi FC Basel á bilinu tólf til þrettán milljónir evra fyrir leikmanninn eða um tvo milljarða íslenskra króna.
„Við erum mjög ánægðir með að hafa krækt í einn eftirsóttasta unga leikmanninn í Evrópu. Xherdan mun styrkja okkar lið á komandi tímabilum. Hann er klár leikmaður sem við höfum fylgst með í dágóðan tíma. Við erum sannfærðir um að hann verði mikilvægur leikmaður fyrir Bayern," sagði Shaqiri.
Xherdan Shaqiri er fæddur 1991 og á ættir að rekja til Kósóvó. Hann getur spilað allstaðar á miðjunni. Shaqiri er búinn að skora 4 mörk og gefa 2 stoðsendingar í fyrstu 19 deildarleikjum Basel á tímabilinu en hann var með 5 mörk og 5 stoðsendingar í 29 leikjum í fyrra.
Bayern búið að tryggja sér Shaqiri | Samdi til 2016
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



